Sport

Katrín meðal efstu fimm á sterku móti

Aron Guðmundsson skrifar
Katrín Tanja á undanúrslitamótinu
Katrín Tanja á undanúrslitamótinu Mynd: CrossfitGames

Katrín Tanja Davíðsdóttir situr í 5. sæti á eftir fyrstu þrjár greinarnar á sterku Crossfit-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum.

Katrín keppir um þessar mundir á sterku undanúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Alls er keppt í sjö greinum og að þeim loknum munu tíu efstu konurnar vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum.

Fyrir þriðju grein í dag sat Katrín Tanja í 6. sæti en hún hefur verið að vinna sig upp listann í allan dag. Svo fór að hún endaði í 8. sæti í þriðju greininni og vann sig með því upp um eitt sæti og er nú í 5. sæti undanúrslitamótsins þegar að fjórar greinar eru eftir. 

Fjórða grein fer fram seinna í kvöld og munum við greina frá því sem fer þar fram hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×