fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Brynjar útskýrir hvers vegna hann byrjaði að fá efasemdir um sóttvarnaaðgerðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 14:53

Skjáskot af Viljanum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur vakið athygli og jafnvel harða gagnrýni fyrir efasemdir sínar um stefnuna í sóttvarnamálum í COVID-19 faraldrinum. Dregur hann mjög í efa réttmæti víðtækra lokana og samkomutakmarkana.

Brynjar fer yfir þetta í löngu viðtali við Björn Inga Hrafnsson á Viljanum. Hann segist ekki hafa haft neinar efasemdir um þær aðgerðir sem gripið var til í seint í vetur og vor:

„Maður skildi öll viðbrögð í upphafi vel. Við þurfum að kynnast þessari veiru betur á meðan við hugsum um hvað hægt er að gera. Þannig að ég var ekki mikill efasemdamaður í upphafi,“ segir Brynjar. Hins vegar hafi áform um áframhaldandi lokanir og takmarkanir vakið honum efasemdir:

„En svo fer bylgjan niður í vor og línuritið verður flatt í sumar. Þá var okkur samt sagt að líkur væru á því að önnur bylgja kæmi síðar. Þá hugsar maður: Ætlar hann þá bara að loka aftur?“

Brynjar telur betra að vernda viðkvæma hópa betur en gert er en að hefta frelsi allra:

„Reynslan sýnir okkur að þetta er veira sem er fyrst og fremst hættuleg afmörkuðum hópum, þó að hugsanlega séu einhverjar undantekningar frá því, þá virðast dauðsföll og alvarleg veikindi takmarkast við afmarkaða hópa.“

Brynjar segir að efasemdir hans hafi fyrst vaknað fyrir alvöru í haust og hann efast mjög um gagnsemi mjög íþyngjandi aðgerða til lengri tíma:

„Er þetta lausnin, að fara í svona mjög íþyngjandi aðgerðir áfram, þar sem réttindi manna eru tekin? Ég hugsa það út frá lífi og heilsu til lengri tíma litið. Ég fór að efast í haust, ég sá engar sérstakar aðgerðir til að herða sóttvarnir hjá þessum stofnunum þar sem þessir hópar eru einkum á, heldur fóru menn í almennar aðgerðir, hertu þær, lokuðu íþróttastarfinu, lokuðu skólum, lokuðu svo aftur atvinnulífinu, leyfðu síðan sumt í  því og sumt ekki. Maður skilur ekki alltaf hvers vegna,“ segir Brynjar og bendir á að ríkisstjórnin sé búin að tapa 250 til 300 milljörðum vegna aðgerðanna. „Hvaða afleiðingar hefur það fyrir heilbrigðiskerfi til lengri tíma?“ spyr hann.

„Ef ég væri í sóttvarnateymi og mitt hlutverk væri að hefta útbreiðslu veirunnar þá veit ég alveg hvernig á að gera það. Bara með sem mestri lokun sko, það er ósköp einfalt.“

Brynjar segist velta fyrir sér hvort það sé í lagi heilbrigt fólk fái veiruna í auknari mæli ef þeir sem eru veikir fyrir séu verndaðir betur. Björn Ingi spurði hann hvort réttlætanlegt væri að einangra viðkvæma einstaklinga mánuðum saman. Þessu svaraði Brynjar þannig:

„Ef ég er í hættu með líf mitt þá hef ég ekki rétt á því að loka á alla aðra svo ég verði ekki lokaður af.“

Brynjar benti ennfremur á dauðsföllin í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti í tengslum við þá afstöðu að eingangra meira viðkvæma hópa en að beita lokun á alla: „Ef við myndum takmarka sóttkvína við öldrunarheimili og öldrunardeildir spítala og smitin yrðu eitthvað meiri í samfélaginu, en yrðu dauðsföllin og alvarlegu veikindin þá svo mikið meiri að kerfið þyldi það ekki? Hvað með öll dauðsföllin í kringum þessa einu stofnun? Ef við hefðum getað verndað þessa stofnun þá væri kannski ekkert verið að tala um dauðsföll, en kannski væru fleiri búnir að fá veiruna.“

Þetta er aðeins brot af því sem kom fram í viðtalinu en hægt er að hlusta á það á Viljanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi