Innlent

Hafa ekki enn náð að yfir­heyra mennina sökum á­stands

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Lögregla rannsakaði vettvanginn í morgun og innsiglaði hann í kjölfarið.
Lögregla rannsakaði vettvanginn í morgun og innsiglaði hann í kjölfarið. Vísir/Steingrímur Dúi

Tilraunir lögreglu til að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum hafa ekki borið árangur sökum ástands þeirra. Takist það ekki seint í kvöld þurfi að skoða aðrar ráðstafanir þar sem lögregla hefur aðeins heimild til að halda einstaklingum í sólarhring. 

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögregla fékk tilkynningu á sjöunda tímanum um hávaða og háreysti í húsinu og voru þrír á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Einn reyndist meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var hann úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Hinir tveir voru handteknir og eru enn í haldi. 

Lögregla hefur ítrekað reynt að yfirheyra mennina vegna málsins í dag en miðað við ástand þeirra er óljóst hvort það takist fyrr en í fyrramálið, að sögn Ævars. Reynt verður áfram í kvöld en takist það ekki mun lögregla þurfa að skoða aðrar ráðstafanir og fá úrskurð til að halda þeim lengur en í sólarhring. 

Að svo stöddu eru meiri líkur en minni að andlátið hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögregla lauk vettvangsrannsókn í morgun að mestu en vettvangurinn hefur þó verið innsiglaður. Rannsókn er að öðru leyti í fullum gangi. 


Tengdar fréttir

Telja ó­lík­legt að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti

Ekki var hægt að yfirheyra mennina tvo, sem handteknir voru í morgun í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavík, fyrr en síðdegis sökum ástands þeirra. Lögregla segir það ekki talið líklegt að svo stöddu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en það mun skýrast betur í dag. 

Tveir handteknir í tengslum við andlát í miðbænum

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við andlát í Þingholtunum í morgun. Tilkynning barst á sjöunda tímanum í morgun um hávaða og háreysti í húsi en þegar lögregluþjóna bar að garði var þar maður meðvitundarlaus.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×