900 milljónir til viðkvæmra hópa

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega 900 milljónum króna verður varið til stuðnings ýmissa viðkvæmra hópa vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á rafrænum fundi ríkisstjórnarinnar.

Meðal annars er horft til félagslegs stuðnings, stuðnings við félagasamtök, bættrar upplýsingagjafar og meðferðarúrræða í þessu samhengi. Unnið verður gegn félagslegri einangrun.

Horft verður til félagsstarfs aldraðra, stöðu fatlaðs fólks, heimilislausra, innflytjenda og fleira fólks í aðgerðunum.

Um er að ræða óbeinan stuðning við sveitarfélögin en hjálparsamtök „sem vinna ómetanlegt starf á þessu sviði“ verða einnig studd með beinum hætti.

Stuðningur við barnafjölskyldur heldur áfram. Um 900 milljónum króna verður varið til tómstundaiðkunar barna af lágtekjuheimilum á þessu ári og því næsta.

Desemberuppbót foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna verður greidd fyrir jólin og verður hún rúmlega 60 þúsund krónur. Þá munu skerðingarmörk hækka og munu barnabætur ekki skerðast undir lágmarkslaunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert