Sektaður en sleppur við bann

DeAndre Kane verður með í kvöld.
DeAndre Kane verður með í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríkjamaðurinn DeAndre Kane verður með Grindavík er liðið mætir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld.

Kane fékk brottrekstur í fyrsta leik og tók aga- og úrskurðarnefnd málið fyrir. Hún hefur nú skilað skýrslu um málið þar sem kemur fram að Kane hafi sloppið með áminningu og 50 þúsund króna sekt.

Skýrsla Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ:

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024.

Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert