Stjörnukonur unnu í Hafnarfirði

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar.
Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan vann sex marka sigur, 31:25, á Haukum í Olís-deild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag. 

Haukakonur byrjuðu leikinn betur og komust í 5:2 þegar sex mínútur voru liðnar af leiknum. Stjarnan minnkaði smám saman muninn á næstu mínútum og var komin yfir fjórum mínútum síðar, 7:6. 

Stjörnuliðið fór svo að bæta við forystu sína undir lok fyrri hálfleiksins og fór með þriggja marka forystu til búningsklefa, 19:16. 

Stjarnan mætti enn beittari til leiks í seinni hálfleik og þegar hann var rúmt hálfnaður komst liðið mest sjö mörkum yfir, 26:19. 

Eftir það var engin spurning um sigurvegara leiksins en Stjarnan vann að lokum 31:25 sigur. 

Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst í leiknum með níu mörk fyrir Stjörnuna. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með níu. 

Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig. Haukar eru í sjötta sæti með átta. 

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir - 8. Ragnheiður Ragnarsdóttir - 5. Gunnhildur Pétursdóttir - 4. Ena Car, Natasja Hammer - 2. Birta Lind Jóhannsdóttir, Sara Odden, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir - 1. 

Varin skot: Margrét Einarsdóttir - 6. Elísa Helga Sigurðardóttir - 2. 

Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir - 9. Helena Rut Örvarsdóttir - 7. Eva Björk Davíðsdóttir, Elísabet Gunnþórsdóttir - 4. Britney Emilie Cots -, Anna Karen Hansdóttir - 3. Hanna Guðrún Stefánsdóttir - 1. 

Varin skot: Darija Zecevic - 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert