Gagnlegar óbundnar samræður

Katrín og Maia Sandu, forseti Moldóvu.
Katrín og Maia Sandu, forseti Moldóvu. AFP/Daniel Mihailescu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafund Stjórnmálavettvangs Evrópu, sem nú fer fram í Moldóvu, sérlega gagnlegan til þess að stilla saman strengi hinnar pólitísku forystu í Evrópu með tilliti til Úkraínustríðsins og næstu skrefa í þeim efnum.

„Hér verða ekki teknar neinar formlegar ákvarðanir og hér eru ekki haldnar fundargerðir, en það þýðir líka að það er hægt að tala með meiri hreinskilni og markvissari hætti en ella,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.

„En það gerir einnig að verkum að hér koma saman fleiri leiðtogar en annars – frá ríkjum innan og utan Atlantshafsbandalagsins, innan og utan Evrópusambandsins, einnig frá ríkjum með söguleg tengsl við Rússland – og við hlustum líka á þá, sem fara vilja fram af meiri gætni.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert