Nýjasti landsliðsmaðurinn til Svíþjóðar

Einar Bragi Aðalsteinsson í sínum fyrsta landsleik.
Einar Bragi Aðalsteinsson í sínum fyrsta landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson yfirgefur FH og gengur til liðs við sænska félagið Kristianstad að yfirstandandi tímabili loknu. 

Sænska félagið greinir frá en Einar Bragi lék sinn fyrsta landsleik með Íslandi í stórsigri á Eistum á dögunum. 

Einar Bragi hefur verið einn af bestu leikmönnum FH-inga sem eru komnir í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Liðið mun mæta annaðhvort Aftureldingu eða Val. 

Kristiandstad hafnaði í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í vetur en varð sænskur meistari fyrir ári. Þá er liðið í rimmu við Sävehof í undanúrslitum úrslitakeppninnar um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert