Þetta er hundleiðinlegt

Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í dag.
Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Ég er mjög svekktur, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, í samtali við mbl.is eftir 27:28-tap liðsins gegn Aftureldingu í úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í Laugardalshöll í dag.

„Mér fannst við gera hlutina vel, lengi vel í leiknum, og við stýrðum honum framan af. Svo dettum við of mikið niður á síðasta korterinu og því fór sem fór. Við fengum tækifæri til þess að jafna leikinn þarna á lokasekúndunum en það tókst ekki og því fór sem fór,“ sagði Ásgeir.

Haukar náðu mest fimm marka forskoti í leiknum og voru sterkari aðilinn lengi vel.

„Upplifunin er í þá átt að við höfum aðeins kastað leiknum frá okkur. Umgjörðin hérna í dag var frábær og stuðningurinn líka. Þetta er hundleiðinlegt, að hafa tapað þessum leik,“ bætti Ásgeir Örn við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert