„Bjart og fallegt veður“ sunnan heiða yfir páskana

Útlit er fyrir bjart og fallegt veður á Suður- og …
Útlit er fyrir bjart og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norðaustan áttir verða ríkjandi á landinu næstu dagana með björtu veðri á Suður- og Vesturlandi en éljagangi á Norður- og Austurlandi.

Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Það lítur út fyrir að verða bjart og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi út þessa viku. Það verður kalt að næturlagi en nú er sólin farin að hækka á lofti og hafa áhrif svo yfir daginn ætti hitinn að fara í nokkrar gráður,“ segir Óli.

Hann segir að dægursveiflan á suðvesturhorninu sé orðin 6-8 gráður á milli nætur og dags en minni fyrir norðan þar sem þar er skýjað og kaldara loft sem komi frá landinu.

Óli segir útlit fyrir því að það verði éljagangur á Norður- og Austurlandi og eins og veðurspáin líti út í dag gæti bætt í vindinn á landinu á páskadag með meiri úrkomu í þeim landshlutum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert