Tiger er enn í endurhæfingu

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski kylfingurinn, Tiger Woods, verður ekki leikfær alveg á næstunni en Tiger var í viðtali í sjónvarpsútsendingu frá Genesis Invitational-mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. 

Tiger fór í enn eina aðgerðina vegna bakmeiðsla í vetur og segist fara varlega um þessar mundir. Hann sé í endurhæfingu og uppbyggingarferli en muni ekki geta keppt á næstunni. 

Spurður um Masters-mótið sem nú mun fara fram á hefðbundnum tíma í apríl á Augusta National-vellinum svaraði Tiger því til að hann vonaðist eftir því að geta verið með á Masters en tók ekki sterkara til orða en svo. 

Masters-mótinu var frestað í fyrra og fór af þeim sökum fram í nóvember en nú er stefnt að því að halda Masters 8.-11. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert