Rússar hefja bólusetningar

AFP

Bólusetningar við Covid-19 eru hafnar í Rússlandi, en í Moskvu hafa ákveðnir hópar verið settir í forgang. Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem var skráð í ágúst síðastliðnum. Bóluefnið er enn í rannsókn, en yfirvöld halda því fram að virkni þess sé 95%. 

Þúsundir hafa þegar óskað eftir því að vera bólusettar yfir helgina. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, segir að starfsmönnum skóla, heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum félagsþjónustu standi bólusetning til boða sem stendur. Fleiri hópum verði boðin bólusetning eftir því sem fleiri skammtar af efninu verði framleiddir. 

Tæplega tæplega 2,5 milljónir tilfella kórónuveirunnar hafa greinst í Rússlandi og 41.730 hafa látist af völdum veirunnar. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert