Ísland skoraði 11 og úrslitaleikur á morgun

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Ljósmynd/Stjepan Cizmadija

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Króatíu er liðin mættust í næstsíðustu umferð riðils B í 2. deild heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu í dag. Urðu lokatölur 11:1.

Jónína Guðbjartsdóttir, Silvía Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu allar í fyrstu lotu og þær Sigrún Árnadóttir, Herborg Geirsdóttir og Berglind Leifsdóttir bættu allar við mörkum í annarri lotu, áður en Silvía skoraði sitt annað mark og sjöunda mark Íslands.

Hún var aftur á ferðinni í þriðju lotu með sitt þriðja mark. Brynhildur Hjaltested skoraði svo tvö mörk í þriðju lotunni og Ragnhildur Kjartansdóttir eitt. Eva Cavka skoraði mark Króatíu undir lokin í stöðunni 11:0.

Ísland mætir Ástralíu í hreinum úrslitaleik um sæti í A-riðli 2. deildarinnar á morgun en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert