Harden og félagar á toppinn

James Harden lék afar vel.
James Harden lék afar vel. AFP

Brooklyn Nets er komið í toppsæti Austurdeildar NBA körfuboltans í Bandaríkjunum eftir 117:102-útisigur á San Antonio Spurs í nótt. Chicago Bulls tapaði á sama tíma gegn Milwaukee Bucks í hörkuleik er féll niður í annað sætið.

James Harden átti afar góðan leik fyrir Brooklyn og skilaði þrefaldri tvennu; skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kyrie Irving bætti við 24 stigum. Dejounte Murray skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio.

Eins og oft áður átti Giannis Antetokounmpo stórleik fyrir Milwaukee er liðið vann 94:90-heimasigur á Chicago Bulls í toppslag í Austurdeildinni. Grikkinn skoraði 30 stig, tók 12 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DeMar DeRozan skoraði 35 fyrir Chicago.

Þá er Los Angeles Lakers komið aftur á sigurbraut eftir 116:105-útisigur á Orlando Magic. LeBron James skoraði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Lakers. Hinn 22 ára Ja Morant heldur áfram að fara á kostum hjá Memphis Grizzlies en hann gerði 38 stig í 122:118-útisigri á Denver.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Charlotte Hornets – Oklahoma City Thunder 121:98
Orlando Magic – Los Angeles Lakers 105:116
Philadelphia 76ers – Los Angeles Clippers 101:102
Atlanta Hawks – Miami Heat 110:108
Boston Celtics – Portland Trail Blazers 105:109
Milwaukee Bucks – Chicago Bulls 94:90
Washington Wizards – Toronto Raptors 105:109
San Antonio Spurs – Brooklyn Nets 102:117
Denver Nuggets – Memphis Grizzlies 118:122
Utah Jazz – Detroit Pistons 111:101
Golden State Warriors – Houston Rockets 105:103

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert