Enn á eftir að þrífa meirihluta húsanna

Sementsverskmiðjan á Akranesi.
Sementsverskmiðjan á Akranesi. Haraldur Jónasson/Hari

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar segir í samtali við mbl.is að sextíu tilkynningar hafa borist tryggingarfélaginu VÍS vegna sements á húsum í bænum. Af þeim höfðu þrettán verið þrifin í gær en hreinsunarstarf stóð einnig yfir í dag. 

Verktakar á vegum VÍS vinna nú að því að þrífa hús sem urðu undir sementsskýi á Akranesi fyrr í janúar.

Á annað hundrað bílar hafa verið þrifnir.

Í kapphlaupi við tímann

VÍS hefur hvatt íbúa Akraness til að þrífa sjálfir það sem þeir geta í stað þess að bíða eftir verktökum á vegum VÍS enda ekki hægt að segja til um hvenær þeir geta lokið verkinu. Bíði sement of lengi á húsþökum eða bílum getur það valdið skemmdum. 

Fulltrúi tryggingarfélagsins sagði við Sævar Frey bæjarstjóra þau vera í kapphlaupi við tímann að þrífa hús. Veður hefur verið óhagstætt til þrifa undanfarna daga og frost verið til trafala.

„Það sem búið er að þrífa eru 13 hús en veður hefur verið okkur gríðarlega óhagstætt, við erum í kappi við tímann og munum halda þrifum áfram á meðan þrif skila árangri að okkar mati. Við erum að hvetja fólk til að þrífa það sem það getur sjálft það sem það getur en ekki bíða eftir okkur þar sem ekki er hægt að segja til um hvenær við komumst í þrif,“ segir fulltrúi tryggingarfélagsins við Sævar Frey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert