Nicholas nálgast Texas

Myndin sýnir hitabeltisstorminn Nicholas.
Myndin sýnir hitabeltisstorminn Nicholas. AFP

Hitabeltisstormurinn Nicholas gæti orðið að fellibyl áður en hann nær til Texas. Þessu varaði bandaríska fellibyljamiðstöðin við í dag.

Klukkan sjö í morgun var stormurinn 65 kílómetra frá ánni Rio Grande, sem liggur við landmæri Bandaríkjanna að Mexíkó. 

Talið er að stormurinn geti valdið miklum flóðum á þéttbýlisstöðum. 

Hvetja fólk til að vera heima

Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, hvatti íbúa ríkisins til að fylgja viðvörunum og leiðbeiningum stjórnvalda.

„Við búumst við mikilli úrkomu í kvöld og á morgun. Ég vil eindregið hvetja ykkur til að halda ykkur heima í kvöld,“ tísti Sylvester Turner, borgarstjóri Houston.

Texas er ekki ókunnugt fellibyljum en vísindamenn vara við því að loftslagsbreytingar geti valdið því að stormurinn verði öflugri og valdi aukinni hættu fyrir strandþorp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert