fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 22. september 2021 12:04

Sonja Lind Estra­jher Eyglóar­dóttir mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir að þrjár konur stundi það að hringja í starfsmenn stjórnmálaflokkanna um miðjar nætur og áreita þá. Fréttablaðið greinir frá.

„Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sonja. Hún segir að símtölin berist á nóttinni og veki börn hennar. „Þau eiga að fá að sofa í friði óháð við hvað ég starfa. Símtal frá einstaklingi sem nærist á hatri og illsku í garð fólks sem hefur aðrar skoðanir en það sjálft. Þetta er ekki pólitík, svona hegðun er drifin áfram af öðrum hvötum,“ skrifar Sonja á Facebook þar sem hún greinir frá málinu.

„Sú persóna sem hringdi í mig í nótt er í hljómsveit og gefur sig út fyrir að vera talsmaður þess sem er með betra siðferði en aðrir. 

Viljum við búa í samfélagi þar sem hatur er ofar umburðarlyndi? Hvað er að frétta?“ 

Sonja segir í samtali við Fréttablaðið að hún sé ekki sú eina sem hafi lent í þessu.

„Þetta eru ekki pólitíkusarnir sem eru að fá þessi símtöl heldur starfsfólkið,“ segir Sonja. „Maður er til­búinn til að taka alls­konar sím­töl þegar maður er í vinnunni en þegar maður slekkur ljósin og fer að sofa heima hjá sér heldur maður að maður fái frið fyrir sig og sína fjöl­skyldu. Þetta er bara árás á frið­helgi einka­lífsins.“

Sonja telur að um skipulagðan verknað sé að ræða en hún geti ekki ímyndað sér í hvaða tilgangi þetta sé gert. Um sé að ræða þrjú mismunandi númer og að því er virðist þrjár konur.

Sonja segir að erindi símtalanna sé mismunandi. Við hana hafi viðkomandi grátið og sagst ekki vita hvað hún ætti að kjósa. En við annan starfsmann hafði viðkomandi talað um hvað hann væri sætur og spurt hvort allir strákarnir í Framsókn væru líka sætir.

„Hvurslags áreiti er það, skiptir einhverju máli hvernig fólk lítur út?“

Í samtali við DV staðfestir starfsmaður annars þingflokks, sem vildi þó ekki koma fram undir nafni, að öllum starfsmönnum þeirra flokka á Alþingi sem ekki teljast til vinstriflokka hafi borist símtal um miðja nótt eða snemma á sunnudagsmorgun. „Það er verulega óþægilegt að skynja að einhver sé búinn að „targeta“ heimili manns með þessum hætti.“

Starfsmaðurinn bendir þá jafnframt á að starfsfólk þingflokka eru tæknilega starfsmenn Alþingis, ráðnir inn í stefnumótun flokkanna. Þeir eru ekki opinberar persónur.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum DV er um að minnsta kosti þrjú símanúmer að ræða. Úr tveimur þeirra bárust símtöl um miðja nótt en úr því þriðja símtöl eldsnemma á sunnudagsmorgun. Einn fékk síðast símtal klukkan 02:30 í nótt. Í einu símtalinu sagðist hringjandinn heita Guðrún og vera blaðamaður Mannlífs á næturvakt. Skemmst er að segja frá því að Mannlíf er ekki með blaðamann á næturvöktum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“