Gerði tveggja ára samning í Belgíu

Elvar Már Friðriksson er orðinn leikmaður Antwerp Giants.
Elvar Már Friðriksson er orðinn leikmaður Antwerp Giants. mbl.is/Árni Sæberg

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var í dag staðfestur sem leikmaður Antwerp Giants í Belgíu. Hann gerir tveggja ára samning við félagið.

Elvar var valinn besti leikmaður efstu deildar Litháens á fyrsta og eina tímabili sínu hjá Siauliai þar í landi. Þar skoraði hann 15,6 stig, tók 3 fráköst og gaf 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Árið á undan varð hann sænskur meistari með Borås og var valinn bakvörður ársins. Hjá báðum liðum var hann stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

„Elvar er 1,83 m hár, alvöruleiðtogi á vellinum og góð þriggja stiga skytta. Við trúum því að hann muni hjálpa félaginu að ná langt á næstu leiktíð,“ segir í yfirlýsingu Antwerp Giants.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert