Jóhann Ingi á EM í sjötta sinn í röð

Jóhann Ingi Gunnarsson með fyrirlestur. Hann er mættur á EM.
Jóhann Ingi Gunnarsson með fyrirlestur. Hann er mættur á EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland á ekki bara leikmenn, þjálfara og dómara á Evrópumóti karla í handknattleik sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu í dag því Jóhann Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem starfa í kringum mótið.

Jóhann Ingi, sem sjálfur var landsliðsþjálfari Íslands á sínum tíma og þjálfaði bæði Kiel og Essen með góðum árangri í Þýskalandi, er mættur til leiks eina ferðina enn til að sjá um andlegan undirbúning dómaranna. Þetta er sjötta Evrópumótið í röð sem Jóhann Ingi gegnir þessu hlutverki en hann hefur séð um það frá árinu 2012.

Á vef mótsins kemur fram að Jóhann Ingi muni að þessu sinni ekki ferðast mikið á milli keppnisstaða heldur verði hann fyrst og fremst í sambandi við dómarana í gegnum fjarfundabúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert