Samskiptin við frostmark

AFP

Kínversk stjórnvöld brugðust hart við ummælum yfirmanns njósnamála í Bandaríkjunum en hann segir Kína mestu ógn lýðræðis og frelsis í heiminum. Segir talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ummælin rakalausan þvætting.

Á sama tíma og ritdeilan magnast fer samband ríkjanna ört versandi og hefur í raun ekki verið verra í áratugi. Bandarísk yfirvöld hafa hert reglur varðandi vegabréfsáritanir til félaga í kínverska kommúnistaflokknum.

Í skoðanagrein Johns Ratcliffes, yfirmanns njósnamála bandaríska ríkisins, National Intelligence, í Wall Street Journal í gær segir hann að kínverskir njósnarar beiti efnahagslegum þrýstingi til að draga úr áhrifum Bandaríkjaþings. „Íbúa Kína eru mesta ógn Bandaríkjanna í dag og mesta ógn við lýðræði og frelsi í heiminum síðan í seinni heimstyrjöldinni,“ skrifar John Ratcliffe.

„[Ratcliffe] heldur áfram að endurtaka lygi og orðróm til þess að baknaga og lítilsvirða Kína. Að tilefnislausu ýkir hann um kínversku hættuna,“ segir talsmaður utanríkisráðuneytisins, Hua Chunying.

„Ég tel að þetta sé enn ein lyga samsuðan sem bandarísk stjórnvöld hafa kokkað upp að undanförnu.“

Hua sakar Bandaríkin um að vera föst í viðjum kalda stríðsins. Meðal annars með því að egna ríkjum saman og ala á sundrungu þegar kemur að kjarnorkuvopnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert