Dani og Þjóðverjar í lukkupottinn

Heppinn Dani er nú 7,4 milljörðum króna ríkari.
Heppinn Dani er nú 7,4 milljörðum króna ríkari.

Fyrsti vinningur í EuroJackpot gekk út í kvöld, en hann var upp á rúmlega 7,4 milljarða íslenskra króna. Var vinningsmiðinn keyptur í Danmörku, en tölur kvöldsins voru 11, 18, 23, 29 og 32 og stjörnutölurnar voru 3 og 7.

Tveir skiptu svo með sér 2. vinningi, en báðir vinningsmiðarnir voru keyptir í Þýskalandi. Fengu hinir heppnu Þjóðverjar hvor um sig upphæð sem nemur um 181 milljón á mann. 

Íslendingar fóru ekki tómhentir heim, því Jókertölur kvöldsins voru 5 2 5 4 3. Reyndist einn miði hafa allar tölurnar fimm í réttri röð, en sigurmiðinn var seldur í gegnum Lottó-appið. Fær sá tvær milljónir króna í sinn hlut, en tveir voru með fjórar tölur í réttri röð og fá þeir hvor um sig 100.000 krónur. Annar miðinn var seldur í Krambúðinni á Akureyri, en hinn í gegnum heimasíðuna lotto.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav