fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Ræddu ritgerðina þar sem sprengjum var varpað: Ómar hafi verið að hamra á því við Guðna að segja allan sannleikann – ,,Þetta er stór­merki­leg lesning“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2023 10:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rit­gerð sem blaða­maðurinn, Jóhann Ingi Haf­þórs­son, hefur skilað af sér og er nú að­gengi­leg á Skemmunni varpar ljósi á þá krísu sem skapaðist hjá KSÍ þegar leik­menn í liðinu voru sakaðir um kyn­ferðis­brot. Í rit­gerð Jóhanns er rætt við starfs­menn KSÍ sem voru á staðnum þegar allt fór í bál og brand.

Rætt var um rit­gerðina í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó sem er á dag­skrá Hring­brautar öll föstu­dags­kvöld. Tómas Þór Þórðar­son, rit­stjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti á­samt Herði Snævari Jóns­syni, í­þrótta­frétta­stjóra Torgs.

Það sem vakti hvað helst at­hygli í rit­gerðinni var að prúð­mennið Ómar Smára­son, sam­skipta­stjóri KSÍ, fer ham­förum og lætur allt flakka. „Honum hefur legið ýmis­legt á hjarta. Maður hefði átt að vera búinn að taka þetta við­tal við hann,“ sagði Hörður og glotti út í annað. Hann hélt svo á­fram.

„Ég tek út úr þessari rit­gerð að ef menn ætla ekki að segja satt þá er betra að segja ekki neitt. Ómar virðist hafa verið að hamra á því við þá­verandi for­mann að segja sann­leikann og allan sann­leikann. Og ef hann ætlaði ekki að segja allan sann­leikann þá er betra bara að þegja.“

Ómar segir í rit­gerðinni að það hafi alls ekki verið góð hug­mynd að fara í þetta marg­fræga Kast­ljós­við­tal: „Því við vorum alveg með­vituð um hver af­staða RÚV gagn­vart KSÍ væri, hún var mjög nei­kvæð. Við fundum það í öllum sam­tölum okkar við frétta­menn RÚV. Við vissum hvaða ag­enda RÚV var að keyra og því var ekki skyn­sam­legt að fara í þetta við­tal,“ segir Ómar í rit­gerðinni.

„Maður hefur heyrt í mörg ár úr Laugar­dalnum að fólk er þar hrætt að ræða við RÚV því þeir mæti með fyrir­fram á­kveðnar for­sendur. Ég leyfi mér að efast um það en það er þeirra upp­lifun,“ sagði Hörður.

Tómas tók upp hanskann fyrir Ómar og segir þetta ó­líkt því sem hann hafi kynnst af þessum upp­á­halds starfs­manni síns hjá KSÍ. „Fólk þekkir ekkert endi­lega Ómar Smára­son sem er einn ljúfasti ein­stak­lingur í heimi. Hann er og hefur verið pund fyrir pund besti starfs­maður KSÍ síðustu 20 árin. Maður sem við í okkar vinnu höfum átt mikil sam­skipti við og fag­maður fram í fingur­góma.

Þetta er mjög ó­líkt honum og nú er ég að giska út í loftið en eitt­hvað segir mér að hann hafi ekki hug­mynd um að rit­gerðir séu gerðar opin­berar. Því þetta er stór­merki­leg lesning.“

Þá tók hann upp hanskann fyrir ríki­smiðilinn, trú­lega í fyrsta sinn. „Ég held að RÚV sé ekki með neitt ag­enda gegn KSÍ. Ég held að þeir RÚV-arar sem komu að þessu voru ekki ná­lægt KSÍ eins og í­þrótta­deildirnar og fót­bolti.net, 433 og svo fram­vegis. Þeir komu þarna, Magnús Geir Eyjólfs­son og fleiri, sem eru ekkert í hringiðjunni og spyrja bara harðari spurninga.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
Hide picture