Ísland bætti við silfri í Portúgal

Íslenska liðið fagnaði vel og innilega.
Íslenska liðið fagnaði vel og innilega. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á EM í Portúgal í kvöld. Fyrr í dag varð kvennalandsliðið Evrópumeistari.

Ísland hafnaði með 56,475 stig en Svíþjóð varð efst með 61,350 stig. Bretar urðu í þriðja sæti með 56,000 stig. Karlalið Íslands var að taka þátt á Evrópumótinu í fyrsta skipti frá árinu 2010.

Íslenska liðið fékk 17,950 stig fyrir æfingar í loftköstum á trampólíni, 18,575 fyrri dans og 19,950 stig fyrir stökk. Helgi Laxdal Aðalgeirsson var þar fremstur í flokki en hann framkvæmdi stökk sem ekki hefur sést áður á Evrópumóti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert