Innkalla granóla og sesamfræ

Hér má sjá pakkninguna sem um ræðir. Annars vegar eins …
Hér má sjá pakkninguna sem um ræðir. Annars vegar eins kílógramma poki af granóla og 400 gramma poki af sesamfræjum. Ljósmynd/Facebook

Nathan & Olsen hefur innkallað sesamfræ og granóla sem fáanlegt er í mögum af stærstu verslunum hér á landi. Birgjar erlendis hafa greint Nathan & Olsen frá því að ethyleneoxíð hafi fundist í vörunum en efnið er bannað í matvælum hérlendis.

Allir þeir sem hafa keypt Til Hamingju sesamfræ sem renna út annað hvort þann 21.9.2021 eða 12.10.2021 eru beðnir um að skila vörunni til Nathan & Olsen.

Eins eru þeir sem keypt hafa Til hamingju granóla sem rennur út þann 23.9.2021, 24.9.2021, 13.10.2021 eða 14.10.2021 beðnir um að gera slíkt hið sama.

Vörunum var dreyft til eftirfarandi verslana: Bónus, Hagkaup, Krónan, Hlíðarkaup, Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Verslunin Kassinn, Samkaup, Kaskó, Smáalind/Fjölva

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert