Ná ekki að standast væntingar aðdáenda

Draumur spilarans er að vinna Ofurskálina.
Draumur spilarans er að vinna Ofurskálina. Ljósmynd/AFP

Leikjaframleiðandinn EA Sports framleiðir leik fyrir eina stærstu íþrótt Bandaríkjanna, amerískan fótbolta. Leikurinn hefur þó aldrei náð sama flugi og aðrir íþróttaleikir eins og FIFA og NBA 2K.

Rík saga

Þrátt fyrir tveggja áratuga reynslu af framleiðslu leiksins Madden, sem líkir eftir amerískum fótbolta, nær EA Sports ekki að hanna leik sem stenst væntingar. Leikirnir fá lélegar einkunnir og aðdáendur spyrja sig hvernig framleiðandanum tekst aldrei vel til, þegar kemur að þessari leikjaseríu. 

Skjáskot/Madden

Madden kemur út ár hvert og margir eru fljótir að versla leikinn þegar hann er gefinn út, í þeirri von um að hann sé betri en sá fyrri. Helsta aðdráttarafl leiksins er leikhamurinn þar sem spilari tekur við liði sem þjálfari og stjórnandi þess.

Í nýjustu útfærslu leiksins var þessum leikham breytt og ekki til hins betra, aðdáendur eru ósáttir við breytingarnar og þurfa framleiðendur leiksins að finna lausnir á þessu vandamáli svo spilarar finni ástæður til kaupa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert