Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum

Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg leggst alfarið gegn frum­varpi um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins. Umrætt frum­varp var lagt fram af öllum þing­mönnum Mið­flokks­ins, ásamt Sjálf­­stæð­is­­mönn­unum Brynj­­ari Níels­­syni og Ásmundi Frið­­riks­­syni. Fyrsti flutn­ings­maður þess er Birgir Þór­ar­ins­son og var því útbýtt 9. októ­ber í fyrra. Birgir mælti svo fyrir því 18. febr­úar síð­ast­lið­inn og málið er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd.  

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­­töku grunn­­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­­ur. Þing­­menn­irnir vilja að heiti náms­­grein­­ar­innar trú­­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­­ar­­lyndis og víð­­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­leg úrlausn­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­­ar­­gerð sem fylgir frum­varp­in­u.

Á meðal þeirra raka sem þing­­menn­irnir nota til að rök­­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræð­i­­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­­mann­anna kröfur um umburð­­ar­­lyndi og gagn­­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­­is­­borg­­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­­ar­heilda og trú­­ar­hópa og auka þar með umburð­­ar­­lyndi. Slíkt er best gert með sér­­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­­töku þeirra í lýð­ræð­is­­þjóð­­fé­lagi þarf hún að ná til allra.”

Getur ýtt undir þröng­sýni og for­dóma

Í umsögn Reykja­vík­ur­borg­ar, sem er sú fyrsta sem berst um frum­varp­ið, eru gerðar marg­hátt­aðar athuga­semdir við frum­varp­ið. Þar segir meðal ann­ars að mik­il­vægt sé að „fjalla almennt um trú­ar­brögð og lífs­skoð­anir án þess að kennslan gefi einni trú eða ákveðnum lífs­skoð­unum meira vægi en öðrum trú­ar­brögðum eða lífs­skoð­un­um. Slík nálgun getur ýtt undir þröng­sýni og for­dóma. Með því að leggja sér­staka áherslu á fræðslu um kristna trú er óbeint verið að senda nem­endum og kenn­urum þau skila­boð að kristni sé mik­il­væg­ari eða á ein­hvern hátt betri en önnur trú­ar­brögð eða aðrar lífs­skoð­an­ir. Í frum­varpi þessu felst því gíf­ur­leg mót­sögn, enda frá­leitt að halda því fram að nem­endur öðlist aukið umburð­ar­lyndi og virð­ingu fyrir öðrum með „sér­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristn­i“, umfram önnur trú­ar­brögð eða lífs­skoð­an­ir. Reykja­vík­ur­borg er því alfarið á móti þeirri nálgun að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víð­sýni og efla mann­skiln­ing.“

Auglýsing
Í umsögn­inni, sem skrifuð er af lög­fræð­ingi á Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að borgin telji mik­il­vægt að kennsla um trú­ar­brögð fari fram á hlut­lausan hátt og að náms­greinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í sam­fé­lag­inu. „Námið þarf að þjóna fjöl­menn­ing­ar­legu sam­fé­lagi og kenna nem­endum að bera virð­ingu fyrir fólki óháð trú, trú­leysi eða öðrum skoð­un­um. Mark­mið kennsl­unnar þarf að vera að auka skiln­ing nem­enda á ólíkum hefðum og lífs­gildum og hvetja til for­dóma­lausra umræðna sem ein­kenn­ast af umburð­ar­lyndi og virð­ingu. Þessum mark­miðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt til­lit til ólíkra trú­ar­bragða og trú­leys­is.“

Í sam­an­tekt umsagn­ar­innar segir að Reykja­vík­ur­borg telji að hlut­lægni verði að ein­kenna alla kennslu um trú­ar­brögð og lífs­skoð­anir í grunn­skólum ef nem­endur eiga að öðl­ast umburð­ar­lyndi og gagn­kvæma virð­ingu fyrir skoð­unum ann­ara. Að öðrum kosti getur kennsla um trú­ar­brögð orðið þess vald­andi að ýta undir þröng­sýni og for­dóma. „Reykja­vík­ur­borg leggst því alfarið gegn þeim breyt­ingum sem lagðar eru til með frum­varpi þessu.“

Telja að krist­in­fræði fái minna vægi en önnur trú­­ar­brögð

Krist­in­fræði hefur ekki verið til sem sér­­stakt fag í grunn­­skólum lands­ins frá árinu 2008. Tölu­verðar breyt­ingar voru svo gerðar á almenna hluta aðal­­­námskrár grunn­­skóla 2011. Þá var Katrín Jak­obs­dóttir mennta­­mála­ráð­herra en hún er í dag for­­sæt­is­ráð­herra. 

Í breyt­ing­unum fólst meðal ann­­ars að trú­­ar­bragða­fræði er ein af níu náms­­greinum sem falla undir það sem er skil­­greint sem sam­­fé­lags­­grein­­ar. Kenn­­arar frá frelsi til þess að skipta þeim tíma sem gefin er á milli þeirra greina.

Flutn­ings­­menn frum­varps­ins segj­­ast hafa rætt við fólk við vinnslu þess sem segi að sá tími sé og naumt skammt­að­­ur. „ Ekk­ert opin­bert sam­ræmi er milli skóla lands­ins um hversu mik­inn tíma þeir nýta í hvert fag innan sam­­fé­lags­fræð­inn­­ar. Kom það fram af hálfu við­­mæl­enda að dæmi eru þess að krist­in­fræði fái minna vægi í trú­­ar­bragða­fræði heldur en önnur trú­­ar­brögð.“

For­­senda skiln­ings á vest­rænu sam­­fé­lagi

Mið­­flokks­­menn­irn­ir, og Sjálf­­stæð­is­­menn­irnir tveir, telja að áhersla á kristna trú umfram önnur trú­­ar­brögð sé nauð­­syn­­leg vegna þess að menn­ing Íslands teng­ist sögu henn­­ar. 

Í grein­­ar­­gerð­inni segir að eðli­­legt hljóti að telj­­ast að fjallað sé ítar­­leg­­ast um þau trú­­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­­fé­lagi. Þekk­ing á eigin trú er for­­senda til skiln­ings á trú ann­­arra og leið til umburð­­ar­­lynd­­is. Skól­­anum er ætlað að miðla grund­vall­­ar­­gildum þjóð­­fé­lags­ins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rót­­um. Fræðsla í kristnum fræð­um, sið­fræði og trú­­ar­bragða­fræði miðlar nem­endum þekk­ingu á eigin rót­u­m.“

Þing­­menn­irnir telja að kennslan muni hjálpi nem­endum að setja krist­in­fræð­i­­námið í stærra þekk­ing­­ar­­legt sam­hengi. Þeir muni þannig öðl­­ast sið­fræð­i­­legan, sið­­ferð­i­­legan og félags­­­legan þroska. „Öðlist getu til að skilja við­horf trú­­ar­bragða gagn­vart ein­stak­l­ingi, sam­­fé­lagi og umhverfi. Læri að bera virð­ingu fyrir fólki af annarri menn­ingu og trú. Geti tekið upp­­lýstar ákvarð­­anir og rök­­stutt þær.“

Auglýsing
Flutn­ings­menn­irnir segja að tengja þurfi kennsl­una við sam­­fé­lag­ið, menn­ing­una og nútím­ann. „Fræða þarf um góðar og slæmar afleið­ingar trú­­ar­bragða á víðum grund­velli. Nem­endur læri að bera virð­ingu fyrir trú og skoð­unum ann­­arra. Lögð verði áhersla á að hlut­verk kenn­­ara felist í fræðslu en ekki trú­­boði. Mik­il­vægt er að nem­endur fræð­ist um þá trú sem mótað hefur sam­­fé­lagið óháð kirkju­­sókn. Kirkju­­sókn eða sveiflur í henni frá einum tíma til ann­­ars haggar ekki menn­ing­­ar­­arfi þjóð­­ar­inn­­ar. Ver­ald­­ar­væð­ing og einka­­trú ætti ekki að hafa áhrif á það hvað við lærum um sögu okkar og sam­­fé­lag.“

Fækkað í þjóð­­kirkj­unni

Þeim lands­­mönnum sem eru í þjóð­­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­­ast­liðin mis­s­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 229.653. Hlut­­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­­kirkj­una var 62,2 pró­­sent í byrjun febr­úar síð­ast­lið­ins­.  

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 23.416 frá árs­­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­­ar­­ness sam­an­lagt.

Íbúar lands­ins voru 368.590 um síð­ustu ára­mót. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.222 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á rúmum tólf árum, hafa því 72.638 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­kirkj­una. 

Sam­kvæmt könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sið­mennt í byrjun árs 2020 eru rúm­lega 54 pró­sent lands­manna hlynnt aðskiln­aði ríkis og kirkju og 25,7 pró­sent í með­al­lagi hlynnt hon­um. Rúm­lega 20 pró­sent eru and­víg aðskiln­að­i. 

Í könn­un­inni var einnig spurt hvort að fólk teldi sig eiga sam­­leið með þjóð­­kirkj­unni. Alls sögð­ust 48,7 pró­­sent að þeir ættu litla eða enga sam­­leið með henni en 25,7 pró­­sent sögðu að þeir ættu nokkra sam­­leið. Alls sögðu 25,5 pró­­sent aðspurðra að sú sam­­leið væri fremur eða mjög mik­il.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent