Stöku skúrir víðast hvar

Í dag er spáð austan strekking syðst á landinu en annars hægum vindi. Stöku skúrir víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að lengst af verði þó þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. 

Hiti verður á bilinu 1 stig norðaustanlands og allt að 12 stigum vestanlands. Í nótt verður allvíða næturfrost. 

Á morgun er útlit fyrir norðaustlæga átt, 5-10 m/s víðast hvar.

Skýjað að mestu um landið norðan- og austanvert og minniháttar úrkoma á þeim slóðum, en áfram sólríkt veður suðvestantil.

Ágætlega hlýtt að deginum á Suður- og Vesturlandi, en annars fremur svalt.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert