Skagamaðurinn skoraði í Íslendingaslag

Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Stefán Teitur Þórðarson og liðsfélagar hans í Silkeborg lögðu stein í götu Sverris Inga Ingasonar og félaga í Midtjylland með því að vinna öruggan sigur, 3:0, í efri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Silkeborg er í sjötta og neðsta sæti efri hlutans og hefur ekki að neinu að spila á meðan Midtjylland er í þriðja sæti með 52 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby, og varð því af mikilvægum stigum.

Staðan var 3:0 í hálfleik þar sem Skagamaðurinn Stefán Teitur skoraði þriðja mark heimamanna skömmu fyrir leikhlé.

Hann lék allan leikinn á miðju Silkeborg og er búinn að skora sjö mörk í 23 deildarleikjum á tímabilinu.

Sverrir Ingi lék allan tímann í vörn Midtjylland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert