45 fórust eftir að stífla brast

Frá þorpinu Kamuchiri í Kenía.
Frá þorpinu Kamuchiri í Kenía. AFP

Innanríkisráðuneyti Kenía segir að að minnsta kosti 45 manns hafi látist og tuga sé saknað eftir að stífla brast í kjölfar mikillar rigningar.

Atvikið átti sér stað í vesturhluta Kenía snemma í morgun. Fjölmargra er saknað.

Rauði krossinn í Kenía segir að 109 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús og að 49 sé saknað.

Mikil úrkoma hefur gengið yfir Kenía síðan um miðjan mars og hafa nærri 100 manns farist í flóðum. Veðurstofan þar í landi hefur varað við meiri úrkomu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert