Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum

Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, svarar grein Jóhanns Páls Jóhannssonar um framtíðarfyrirkomulag gjaldeyrismála.

Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son skrifar á Kjarn­ann and­svar við svari mínu við grein hans. Ég þakka honum það. Mál­efna­leg umræða um gjald­eyr­is­mál er mjög af hinu góða, að mínu mati.

­Fyrst finnur Jóhann að notkun minni á gæsa­löppum í milli­fyr­ir­sögnum í svar­grein­inni. Af minni hálfu var um stíl­bragð að ræða sem átti að fanga kjarna hvers atriðis sem tekið var fyrir í svar­grein­inni. Ekki var þarna um beinar til­vitn­anir í grein Jóhanns að ræða. Það mátti mis­skilja. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Jóhann afsök­unar á því.

Ég er sáttur við þá punkta sem Jóhann hefur sett fram og tel þá, ásamt andsvörum mín­um, ágæta sam­an­tekt á kostum og göllum ólíkra leiða í gjald­eyr­is­mál­um. Fremur en að svara grein Jóhanns vil ég því nota þetta tæki­færi til að taka saman þessa kosti og galla ólíkra leiða, les­endum til glöggv­un­ar.

Krón­an, kostir og gallar

Kostir krón­unnar hafa mikið verið rædd­ir. Ljóst er að sjálf­stæður gjald­mið­ill skapar ákveð­inn sveigj­an­leika í hag­stjórn sem getur komið sér vel. Sér­stak­lega auð­veldar sjálf­stæður gjald­mið­ill leið­rétt­ingu mis­taka, t.d. í gerð kjara­samn­inga, og að takast á við áföll. Mögu­legt er að lækka raun­laun og bæta sam­keppn­is­stöðu með því að leyfa gengi að falla. Rétt er þó að hafa í huga að þetta „með­al“ við hag­stjórnar­á­skor­unum er því miður þannig að erfitt er að stjórna skammta­stærð­inni, eins og Ásgeir Jóns­son Seðla­banka­stjóri hefur bent á. Þannig er hætta á að krónan falli mun meira en nauð­syn­legt er til að leið­rétta raun­laun, með til­heyr­andi kjara­rýrn­un. Þetta upp­lifðu Íslend­ingar m.a. 2001 og 2008. 

Auglýsing
Gallarnir eru að sjálf­stæð mynt veldur hærri við­skipta­kostn­aði, dregur úr sam­keppni, skapar óvissu um við­skipta­kjör útflutn­ings­fyr­ir­tækja, ýtir undir verð­bólgu og leiðir til hærra vaxt­ar­stigs. Öll þessi vanda­mál verða þeim mun meiri því minna sem mynt­svæðið er. Færri og minni vondar fréttir þarf til að hreyfa við gengi lít­ils gjald­mið­ils en stór­s. 

Evr­an, kostir og gallar

Kostir aðildar Íslands að evru­svæð­inu eru að gallar krón­unnar hætta að vera vanda­mál. Við­skipta­kostn­aður lækkar gagn­vart evru­svæð­inu, óvissa um við­skipta­kjör hverfur og geng­is­sveiflur gagn­vart öðrum löndum innan mynt­svæð­is­ins hætta að hafa áhrif á verð­lag. Vextir lækka og sam­keppni á mörk­uðum svo sem fjár­mála­starf­semi og trygg­ingum verður mögu­leg.

Gall­arnir er að sveigj­an­leiki krón­unnar hverf­ur. Mis­tök í hag­stjórn eða áföll verða ekki leyst með lækkun gengis og þar með raun­launa. Reyna mundi veru­lega á sveigj­an­leika vinnu­mark­aðar ef hag­stjórn­ar­vanda­mál eiga ekki að leiða til atvinnu­leys­is. Einnig er það nokkuð sam­dóma álit sér­fræð­inga að aðild að ERM II og upp­taka evru sé ekki mögu­leg nema með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það yrði ekki gert nema með víð­tækri póli­tískri sátt, sem virð­ist nokkuð fjar­lægur mögu­leiki í dag.

Mála­miðl­un­in, kostir og gallar

Mála­miðl­unin felst í teng­ingu gengis krón­unnar við evru með gagn­kvæmum samn­ingum við Evr­ópu­sam­band­ið. Slík teng­ing hefur nær alla sömu kosti og galla og upp­taka evru. En hún krefst ekki aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu og væri því mögu­leg strax, ef póli­tískur vilji er fyrir hendi hér á landi og innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Á hinn bóg­inn er var­an­leiki slíkrar lausnar ein­ungis tryggður meðan báðir aðilar eru í stakk búnir til að verja fyr­ir­komu­lag­ið. Ég tel það mögu­legt, þó aðrir efast.

Af hverju ekki fljót­andi krónu?

Sé fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála í heim­inum skoðað og borið saman við fólks­fjölda kemur í ljós að kostir sjálf­stæðrar myntar eru for­rétt­indi sem fyrst og fremst fjöl­mennar þjóðir leyfa sér. Litlar sjálf­stæðar myntir eru sjald­gæf­ar. Mynd 1 sýnir sam­an­tekt höf­undar á fyr­ir­komu­lagi gjald­eyr­is­mála og fólks­fjölda fyrir lönd heims­ins.Mynd 1.

Myndin sýnir að lang flestar minni þjóðir nota annað hvort gjald­miðil ann­arra ríkja eða tengja gjald­miðil sinn við aðra gjald­miðla. Ein­ungis meðal stór­þjóða er fljót­andi gengi algeng­asta fyr­ir­komu­lag gjald­eyr­is­mála. Hverju sæt­ir? Svarið blasir við. Aðrar þjóðir hafa kom­ist að því að kostn­aður sjálf­stæðrar myntar rétt­læti ekki ábatann. 

Ein­föld grund­vall­ar­lög­mál leiða til þess að óstöð­ug­leiki er fylgi­fiskur smæð­ar. Minni frá­vik í einum geira lít­ils og fábreytts hag­kerfis þarf til að hreyfa sam­töl­una fyrir hag­kerfið allt en í stóru fjöl­breyttu hag­kerfi. Því meiri óstöð­ug­leiki því meiri sveiflur í gengi, því meiri sveiflur í gengi því meiri kostn­aður af sjálf­stæðri mynt.

Við virð­umst stundum gleyma því hvað er stórt og hvað er lítið í þess­ari umræðu. Frændur okkar Norð­menn eru með sjálf­stæða mynt, norsku krón­una. Gengi hennar hefur verið mun stöðugra en gengi íslensku krón­unn­ar, þrátt fyrir að norska hag­kerfið sé á margan hátt ekki ósvipað því íslenska. Íslenska hag­kerfið er hins vegar lægra hlut­fall af því norska en hag­kerfi Hafn­ar­fjarðar er af íslenska hag­kerf­inu. Er hug­myndin um Hafn­firska krónu góð? Mundi það bæta lífs­kjör og fram­tíð­ar­horfur Hafn­firð­inga?

Auglýsing
Þeir aðilar sem af alvöru hafa skoðað mögu­leika Íslands í gjald­eyr­is­málum hafa allir kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að eini gjald­mið­ill­inn sem raun­veru­lega komi til greina að tengja gengi krón­unnar við sé evr­an. Evru­svæðið er lang stærsta við­skipta­blokkin sem Ísland á við­skipti við. Einnig skapar samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið sterkan innri markað fyrir vinnu­afl, sem mundi auð­velda teng­ingu Íslands við evru­svæð­ið. Jóhann, og margir aðr­ir, hafa bent á að hag­sveiflur á Íslandi og á evru­svæð­inu séu ekki í takt. Því gæti tengin sem þessi orðið okkur spenni­treyja í hag­stjórn. Ekki er hægt að neita því. (Benda má á að aug­ljós­asti val­kostur Hafn­firð­inga í gjald­eyr­is­málum er íslenska krón­an, þrátt fyrir að hagur Hafn­ar­fjarðar og Íslands ganga ekki alltaf í takt.)

Vanda­málið er þetta. Sá óstöð­ug­leiki sem krónan skapar hefur reynst Íslandi mjög dýr. Íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta staðið af sér löng tíma­bil hás raun­gengis með háum raun­launum og erf­iðri sam­keppn­is­stöðu. Þetta hefur stuðlað að ein­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna hér á landi. Það sem helst þrífst eru greinar sem byggja á ódýrum aðgangi að íslenskum auð­lind­um. Á þessu þarf að verða breyt­ing ef mögu­legt á að vera að tryggja sam­bæri­leg kjör fyrir kom­andi kyn­slóðir og þeim bjóð­ast í nágranna­lönd­un­um. Lausnin getur ekki að eilífu verið að ganga bara á næstu auð­lind. Umfang þeirra er end­an­legt.

Ég er þeirrar skoð­unar að gjald­miðla­málin séu brýnt mál sem verði að ræða strax. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að ekki eigi að spyrða það við aðrar og flókn­ari spurn­ing­ar, s.s. aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Af þeim sökum tel ég hug­mynd okkar Stef­áns Más þess virði að ræða.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar