Erlent

Engar á­kærur vegna smita í skíða­bænum Ischgl

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Horft yfir skíðabæinn Ischgl í Austurríki.
Horft yfir skíðabæinn Ischgl í Austurríki. Getty Images

Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum.

Saksóknari tilkynnti í dag að ekki standi til að ákæra vegna hraðrar útbreiðslu veirunnar í skíðabænum, enda engar sannanir fyrir því að einhver hafi sýnt af sér saknæma háttsemi eða ýtt undir smit með einhverjum hætti. Deutsche Welle.

Réttarhöld í hópmálsókn hófust í september, en til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brugðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum í Austurríki. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins og sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×