Lögreglan týndi upptöku og Töfting sýknaður

Stig Töfting gaf út sjálfsævisögu árið 2005.
Stig Töfting gaf út sjálfsævisögu árið 2005. Ljósmynd/People's Press

Ákæra á hendur fyrrverandi knattspyrnumanninum Stig Töfting vegna líkamsárásar var látin niður falla á fimmtudaginn í síðustu viku. Lögreglan á Suðaustur-Jótlandi týndi myndbandsupptöku og fann ekki meint fórnarlamb.

Saksóknaraembættið í Vejle hafði farið fram á 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Töfting var gefið að sök að hafa ráðist á mann eftir tónleika í dönsku borginni.

Danski miðillinn Ekstra Bladet greinir frá því að þegar málið var tekið fyrir í síðustu viku hafi saksóknari ekki verið með margt í höndunum og því ekki annars að vænta en að málið yrði látið niður falla.

Myndbandsupptaka sem er sögð hafa sýnt verknaðinn týndist í vörslu lögreglunnar. Þá tókst lögreglunni ekki að hafa uppi á manninum sem Töfting er sagður hafa ráðist á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert