Fékk heilablóðfall sex dögum fyrir andlát

Leikkonan Betty White fékk heilablóðfall sex dögum fyrir andlát sitt.
Leikkonan Betty White fékk heilablóðfall sex dögum fyrir andlát sitt. AFP

Leikkonan Betty White fékk heilablóðfall sex dögum fyrir andlát sitt. Frá þessu greinir TMZ sem hefur undir höndum krufningarskýrslu. White lést 31. desember síðastliðinn, 99 ára að aldri.

Áður hafði umboðsmaður hennar, Jeff Witjas, greint frá því að hún hefði dáið af náttúrulegum orsökum í svefni. Nú hefur dánarstjóri úrskurðað að banameinið hafi verið heilablóðfall. Óljóst er hvort það hafi valdið einhverjum persónuleikabreytingum dagana fyrir andlát hennar.

Witjas hefur einnig þvertekið fyrir að andlát White hafi orðið vegna bólusetningar við Covid-19, en sögusagnir voru á kreiki um að hún hefði fengið örvunarskammt þremur dögum fyrr.

White átti aðeins nokkra daga eftir í 100 ára afmælið sitt, en hún hefði náð 100 ára aldri 17. janúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav