Steven Meyers deildarforseti kvikmyndadeildar LHÍ

Steven Meyers hefur verið ráðinn deildarforseti kvikmyndadeildar LHÍ.
Steven Meyers hefur verið ráðinn deildarforseti kvikmyndadeildar LHÍ. Ljósmynd/Aðsend

Steven Meyers hefur verið ráðinn deildarforseti kvikmyndadeildar Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum.

Steven verður fyrsti deildarforseti kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands en stofnun deildarinnar hefur verið á stefnuskrá Listaháskólans frá því til hans var stofnað um aldamótin síðustu.

Steven lauk BA gráðu í félagsfræði frá University of Michigan, diplómu í kvikmyndagerð frá Academy of Film and Television (FAMU) í Prag og MFA í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University School of the Arts

Hann hefur starfað sem ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands frá 2013 og hafði áður starfað við handritsráðgjöf fyrir ýmsa kvikmyndaframleiðendur frá árinu 2007.

Sömuleiðis hefur Steven leikstýrt og skrifað handrit að fimm stuttmyndum sem hafa m.a. verið sýndar á Palm Springs og á Clermong-Ferrand stuttmyndahátíðunum. Auk þess hefur hann skipulagt og kennt vinnustofur í kvikmyndagerð hérlendis og erlendis fyrir bæði stúdenta og fagaðila.

Samkvæmt Listaháskólanum hefur Steven verið leiðandi í því að stofnað sé til kvikmyndanáms á háskólastigi á ÍslandiSem hluti af þeirri vinnu hefur hann setið í stýrihópum um gerð námsskrár fyrir kvikmyndalist á háskólastigi og fyrir stofnun kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert