Tvö mörk á fjórum mínútum sáu um Villa

Harvey Barnes skoraði seinna mark Leicester og fagnar hér með …
Harvey Barnes skoraði seinna mark Leicester og fagnar hér með Youri Tielemans á Villa Park í dag. AFP

Leicester fór upp fyrir Manchester United og í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 2:1-sigri á Aston Villa á Villa Park í dag. Gestirnir skoruðu tvö mörk á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

James Maddison kom Leicester í forystu á 19. mínútu og Harvey Barnes, sem lagði upp fyrra markið, bætti við fjórum mínútum síðar er Aston Villa, án fyrirliðans Jack Grealish, var í vandræðum.

Heimamenn minnkuðu svo muninn strax í upphafi síðari hálfleiks, Bertrand Traoré skoraði, en nær komust þeir ekki. Leicester er því með 49 stig í öðru sæti, þremur stigum á undan Manchester United sem mætir Newcastle í kvöld. Aston Villa er í 8. sætinu með 36 stig en hefur aðeins spilað 23 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert