„Ástandið er slæmt“

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staðan á Suðurnesjum kemur í raun ekki á óvart,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, við mbl.is. At­vinnu­leysi á Suður­nesj­um er komið í áður óþekkt­ar hæðir, en spá Vinnu­mála­stofn­un­ar ger­ir ráð fyr­ir að í Reykja­nes­bæ verði það komið í 25% fyr­ir jól­in.

Eng­in dæmi eru um svo mikið at­vinnu­leysi frá því skipu­leg­ar mæl­ing­ar hóf­ust.

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar, sem kom út í gær, kem­ur fram að at­vinnu­leysi á land­inu sé nú talið vera komið yfir 10% og að það muni enn aukast næstu mánuði. At­vinnu­leysi í sept­em­ber mæld­ist 9,8%, en af því eru 9,0% al­mennt at­vinnu­leysi, en 0,8% tengt minnkuðu starfs­hlut­falli.

Sam­an­lagt at­vinnu­leysi í al­menna kerf­inu og í minnkaða starfs­hlut­fall­inu jókst alls staðar á land­inu, en hvergi í lík­ingu við það sem gerðist á Suður­nesj­um. Þar fór heild­ar­at­vinnu­leysi úr 18,0% í ág­úst í 19,6% í sept­em­ber, en talið er að það fari í 19,8% í þess­um mánuði.

„Þetta er búin að vera sama þróunin allt þetta ár og því miður þá kemur kreppan langverst niður þarna. Á þessu svæði er langmesta þjónustan við ferðaþjónustuna og mikið af vinnunni þarna er tengd ferðaþjónustu og hefur verið,“ segir Unnur um stöðuna á Suðurnesjum.

„Ástandið er slæmt en maður vonar að þegar það glæðist þá glæðist það hratt.“

Tómlegt hefur verið um að litast í flugstöð Leifs Eiríkssonar …
Tómlegt hefur verið um að litast í flugstöð Leifs Eiríkssonar stóran hluta árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnur segir ýmsar aðgerðir í pípunum, til að mynda hjá sveitarfélögum á svæðinu og málin séu skoðuð frá öllum hliðum. Ætlunin sé að koma fjármagni inn á svæðið þannig að hægt sé að koma til móts við íbúa.

Eins og áður kemur fram er því spáð að atvinnuleysið aukist fram í desember en Unnur segir of snemmt að segja til um hvort botninum verði náð í jólamánuðinum.

„Við erum ekki komin lengra í þessum spám en árstíðabundna atvinnuleysið á Íslandi hefur alltaf verið mest í desember og janúar. Þetta hefur gerst ár eftir ár, jafnt í kreppu sem góðæri. Það bætist ofan á þessar tölur sem við sjáum núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert