Stjörnusigur eftir spennandi leik

Stjörnumennirnir Mirza Sarajlija og Ægir Þór Steinarsson berjast við Axel …
Stjörnumennirnir Mirza Sarajlija og Ægir Þór Steinarsson berjast við Axel Kárason um frákast í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann 98:93-sigur á Tindastóli á heimavelli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á að vera með forystuna. 

Stjarnan byrjaði af miklum krafti og komst í 14:2 snemma leiks en Tindastóll gafst ekki upp og tókst að jafna í 20:20 undir lok fyrsta leikhlutans. Eftir það var jafnræði með liðunum og skiptust þau á fínum áhlaupum og að vera með forskotið. Stjörnumenn voru hins vegar ögn sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér góðan sigur. 

Austin Brodeur var stigahæstur í jöfnu liði Stjörnunnar með 19 stig, Arnþór Freyr Guðmundsson skoraði 16 og Mirza Sarajlija gerði 15 stig. Shawn Glover var sterkastur hjá Tindastóli með 29 stig og Jaka Brodnik skoraði 25. 

Stjarnan er með 16 stig, eins og Þór frá Þorlákshöfn, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Tindastóll er í sjötta sæti með tíu stig. 

Stjarnan - Tindastóll 98:93

Mathús Garðabæjar-höllin, Dominos-deild karla, 1. mars 2021.

Gangur leiksins:: 6:2, 16:5, 18:16, 25:22, 33:32, 36:39, 46:41, 50:47, 57:55, 62:60, 72:67, 79:74, 81:82, 87:83, 91:85, 98:93.

Stjarnan: Austin James Brodeur 19/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 16/4 fráköst, Mirza Sarajlija 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alexander Lindqvist 14/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 9/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 5, Dúi Þór Jónsson 4, Hilmir Hallgrímsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Tindastóll: Shawn Derrick Glover 29/8 fráköst/3 varin skot, Jaka Brodnik 25/7 fráköst/5 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 18/6 stoðsendingar, Antanas Udras 11/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 4/4 fráköst, Axel Kárason 2, Viðar Ágústsson 2, Helgi Rafn Viggósson 2/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 127

Stjarnan 98:93 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert