Umráðandi dróna ber ábyrgð á tjóni

Dróni á flugi. Mynd úr safni.
Dróni á flugi. Mynd úr safni. AFP

Umráðandi dróna ber ábyrgð á því tjóni sem kann að hljótast af notkun hans, en vegna mögulegra eldsumbrota á Reykjanesi má gera ráð fyrir miklum áhuga á drónaflugi, sem og öðru flugi á svæðinu.

Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu þar sem bent er á helstu reglur varðandi drónaflug.

Meðal annars má ekki fljúga dróna hærra en 120 metra yfir jörðu, ávallt skal víkja fyrir mönnuðum loftförum og dróna má ekki fljúga utan sjónsviðs stjórnanda hans, auk þess sem umráðandi ber ábyrgð á mögulegu tjóni.

Komi til sérstakra takmarkana í öryggisskyni um flug við eldstöð verða þær kynntar á vef Samgöngustofu.

Nánar má kynna sér reglur hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert