Indiana burstaði Chicago á útivelli

Javonte Green hjá Chicago Bulls sækir en til varnar er …
Javonte Green hjá Chicago Bulls sækir en til varnar er Domantas Sabonis. AFP

Gengi Indiana Pacers hefur verið upp og ofan í byrjun tímabilsins í NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið tók sig þó til og burstaði efsta liðið í Austurdeildinni í nótt. 

Chicago og Brooklyn Nets eru með bestan árangur í Austurdeildinni en bæði hafa unnið tólf af fyrstu sautján leikjunum. Indiana hefur hins vegar unnið sjö af fyrstu átján. Indiana náði um tíma 35 stiga forskoti í Chicago í nótt og vann 109:77. Leikmenn Chicago þóttu þreytulegir en liðið lék einnig daginn. 

Litháinn sterki Domantas Sabonis skoraði 21 stig og tók 11 fráköst fyrir Indiana. DeMar DeRozan skoraði 18 stig fyrir Chicago þótt hann væri hvíldur allan síðasta leikhlutann. 

Úrslit: 

Cleveland - Brooklyn 112;117

Washington - Charlotte 103:109

Atlanta - Oklahoma 113:101

Boston - Houston 108:90

Chicago - Indiana 77:109

Milwaukee - Orlando 123:92

New Orleans - Minnesota 96:110

San Antonio - Phoenix 111:115

Utah - Memphis 118:119

Sacramento - Philadelphia 94:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert