fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, hinn þaulreyndi íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar pistil á sjónvarpssíðu blaðsins í dag þar sem hann ræðir þá ákvörðun Stöðvar 2 að opna fyrir fréttatímann að nýju.

Í pistli sínum í dag rifjar hann upp að Þegar Stöð 2 læsti fréttatímanum hafi hann skrifað pistil sem fjallaði um að nú gæti hann einfaldað hlutina töluvert.

„Látið sér nægja að horfa á einn fréttatíma í stað þess að glápa oftast á tvo í röð, þ.e. á Stöð 2 kl. 18.30 og RÚV kl. 19. Lét fylgja með að þegar Stöð 2 myndi opna fyrir fréttirnar á ný yrði maður líklega orðinn svo vanur því að láta einn fréttatíma duga að því yrði ekki breytt. Þetta féll ekki alls staðar í góðan jarðveg og ég fékk m.a. orðsendingu frá fréttakonu á Stöð 2 sem tilkynnti mér að hún ætlaði samstundis að segja upp áskrift sinni að Morgunblaðinu.“

Víðir segir reyndar að hann hafi aldrei tekið fram hvor sjónvarpsstöðin yrði fyrir valinu þegar þar að kæmi.

„Nú er Stöð 2 búin að opna fyrir sínar fréttir á ný. Ég held að mér hafi í millitíðinni tekist að venja mig þokkalega af því að horfa á tvo fréttatíma í röð. Núna er forgangsröðin hins vegar orðin sú að horfa á fréttirnar á Stöð 2 og láta RÚV frekar mæta afgangi, hraðspóla kannski yfir fréttatímann þar eða láta íþróttirnar duga. Annars vegar hafa fréttirnar á Stöð 2 verið ferskari og fjölbreyttari síðan opnað var fyrir þær á ný og hins vegar hentar tímasetningin þar oft betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“