Tveir enskir landsliðsmenn til City?

Jack Grealish er á óskalista Manchester City.
Jack Grealish er á óskalista Manchester City. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi leiktíð. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

Þeir Harry Kane, framherji Tottenham, og Jack Grealish, sóknarmaður Aston Villa, eru sagðir efstir á óskalista City í sumar.

Leikmennirnir hafa verið á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár en Kane kostar í kringum 150 milljónir punda og Grealish er verðmetinn á 80 milljónir punda.

Spænski stjórinn þarf að selja leikmenn til þess að fjármagna kaupin á þessum tveimur leikmönnum en margir leikmenn hafa verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarnar vikur.

Þar ber hæst þá Raheem Sterling, Gabriel Jesus, Aymeric Laporte, Benjamin Mendy og Nathan Ake en þeir eru allir sagðir falir fyrir rétta upphæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert