Leggja til að Pétur verði bæjar­stjóri Hvera­gerðis

Pétur G. Markan.
Pétur G. Markan. Mynd/Hveragerðisbær

Meirihlutinn í Hveragerði leggur til að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem meirihlutinn sendi frá sér rétt í þessu. 

Þar segir að meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar muni gera það að tillögu sinni að ráða Pétur G. Markan sem næsta bæjarstjóra.

Tillagan verður lögð fram á aukafundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn kemur, 2. apríl.

Tekur við af Geir 

„Pétur hefur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar.

Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi hagsmunabaráttu sveitarfélaga á svæðinu sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu,“ segir í tilkynningunni. 

Geir Sveins­son fyrrverandi bæjarstjóri lét af störfum fyrir helgi. Framsóknarflokkur og O-listi, Okkar Hveragerðis, myndaði meirihluta að loknum kosningum 2022, eftir margra ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert