Sautján til taks hjá Spánverjum

Kórónuveiran hefur gert Spánverjum erfitt um vik.
Kórónuveiran hefur gert Spánverjum erfitt um vik. AFP

Mikil óvissa ríkir í herbúðum spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna kórónuveirusmits sem skaut upp kollinum í leikmannahóp liðsins í vikunni.

Sergio Busquets og Diego Llorente eru báðir smitaðir af veirunni en liðið hefur leik í lokakeppni EM hinn 14. júní gegn Svíþjóð í Sevilla.

Braiz Mendez frá Celta Vigo, Pablo Fornals frá West Ham, Car­los Soler frá Valencia og Rodrigo Mor­eno frá Leeds voru kallaðir inn í hópinn af Luis Enrique þjálfara liðsins og hafa dvalið í „búblu“ sam­hliða þeirri sem aðrir liðsmenn eru í þessa dag­ana.

Þeir Raul Albiol og Kepa Arrizabalaga bættust svo við „búbluna“ í gær og í dag bættust þeir Álvaro Fernández, Óscar Mingueza, Marc Cucurella, Bryan Gil, Juan Miranda, Gonzalo Villar, Pozo, Brahim, Zubimendi, Yeremy Pino og Javi Puado við líka en þeir eru allir leikmenn U21-árs landsliðs Spánverja.

Spán­verj­ar leika í E-riðli loka­keppn­inn­ar ásamt Svíþjóð, Póllandi og Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert