Bandaríski drykkjavöruframleiðandinn PepsiCo er þessa stundina að segja upp hundruðum starfsmanna í Bandaríkjunum. Wall Street Journal greinir frá.

Eru uppsagnirnar til marks um að fyrirtæki séu að spara vegna hækkandi launakostnaðar og verðbólgu, en tæknifyrirtæki og fjölmiðlar hafa sagt upp fólki að undanförnu.

Uppsagnir eru í starfsstöðvum í Purchase í New York ríki, Chicago og Plano í Texas.

PepsiCo gefur þá skýringu til starfsmanna að uppsagnirnar hafi það markmið að einfalda reksturinn og auka skilvirkni. Mestur þunginn verður í drykkjarvöruhluta fyrirtækisins en minni í snakki, en félagið framleiðir m.a. Doritos og Lays.

Í lok síðasta árs störfuðu 309 þúsund manns hjá fyrirtækinu á heimsvísu, þar af 129 þúsund í Bandaríkjunum.