Varnarsamningurinn 70 ára – Hvernig hefur tekist til?

Ísland hefur að mestu leyti farið vel út úr varnarsamstarfi við Bandaríkin en að einhverju leyti getað haldið betur á málum. Nú þegar aðstæður eru að breytast með aukinni nærveru Bandaríkjamanna er mikilvægt að læra af mistökum fortíðar.

Varnarsamningur Mynd: NATO
Auglýsing

Það var snemma morg­uns mánu­dag­inn 7. maí 1951 að fimmtán Dou­glas C-54 Skymaster-flug­vélar lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli með fyrsta hluta varn­ar­liðs­ins, sem þar átti eftir að hafa aðsetur næstu 55 árin. Tveimur dögum áður hafði verið und­ir­rit­aður varn­ar­samn­ingur á milli Banda­ríkj­anna og Íslands. Í inn­gangs­orðum samn­ings­ins er nefnt að Íslend­ingar geti ekki sjálfir varið land sitt sem stefni öryggi þess og nágrönnum í voða. Því hafi Atl­ants­hafs­banda­lagið farið þess á leit við Ísland og Banda­ríkin að þau geri ráð­staf­anir til að látin verði í té aðstaða á Íslandi – til varnar land­inu – og þar með einnig til varnar svæð­inu sem Atl­ants­hafs­sátt­mál­inn til­tek­ur.

Auglýsing

Íslend­ingar voru og eru her­laus þjóð og vildu standa utan hvers­konar hern­aðar og stríðs­á­taka. Stjórn­völd töldu land­inu þó best borgið í vest­rænu varn­ar­sam­starfi svo Ísland hafði verið stofn­að­ili að NATO tveimur árum áður. Hið unga lýð­veldi var undir hand­ar­jaðri vold­ugs vinar í vestri sem hafði stutt dyggi­lega við og verið í for­ystu um að við­ur­kenna Ísland sem sjálf­stætt ríki árið 1944. Ástæða þessa stuðn­ings var ekki ein­göngu góð­vild Banda­ríkja­manna heldur vildu þeir tryggja yfir­ráð sín á Norð­ur­-Atl­ants­hafi.

Ísland verði her­laust á frið­ar­tímum – sem erfitt var að standa við

Eftir seinni heims­styrj­öld hafði ríkt sam­staða meðal allra flokka um að hér væri ekki erlendur her á frið­ar­tímum og Íslend­ingar hefðu úrslita­vald um hvort þörf væri á her­liði. Hlut­leys­is­stefnan var enn við lýði, eins og sjá mátti þegar Ísland hafn­aði því að verða eitt af stofn­ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna 1945. Varð ekki ekki aðili þar fyrr en í nóv­em­ber 1946, en ári áður varð Ísland eitt af aðild­ar­ríkjum bæði Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Þróun alþjóða­mála og þörf á erlendri fjár­hags­að­stoð hafði sín áhrif og Ísland varð síðan stofn­að­ili Atl­ants­hafs­banda­lags­ins 1949, þrátt fyrir her­leys­ið. Þegar Kóreu­stríðið braust út árið 1950 hafði jarð­veg­ur­inn fyrir stað­setn­ingu her­liðs hér verið und­ir­bú­inn og farið var að ræða varn­ar­þarfir Íslands á vett­vangi Atl­ants­hafs­banda­lags­ins.

Sveinn Björnsson forseti Íslands skrifaði undir samning um aðild Íslands að NATO í júlí 1949 Mynd: NATO

Varn­ar­samn­ing­ur­inn er gerður þegar kalda stríðið er að skella á af fullum þunga. Áhyggjur margra Íslend­inga beindust að því að með varn­ar­sam­starf­inu væru Íslend­ingar að verða háðir her­veld­inu Banda­ríkj­unum og setja nýfengið sjálf­stæði í hættu. Þessar áhyggjur voru ekki alveg úr lausu lofti gripnar því Banda­ríkin beittu marg­hátt­uðum aðgerðum til að rétta vin­veittum ríkjum hjálp­ar­hönd. M.a. með Mars­hall-­á­ætl­un­inni, sem Ísland naut góðs af, þótt íslenskur efna­hagur væri langt í frá í rústum eins og víða í Evr­ópu. Ísland hafði hagn­ast á stríð­inu en glímdi við gjald­eyr­is­þurrð, mikla fábreytni í efna­hags­lífi og skort á innviðum og iðn­væð­ingu.

Íslend­ing­um, sama hvar í flokki þeir stóðu, virð­ist hafa verið umhugað um að sem minnst færi fyrir banda­ríska varn­ar­lið­inu. Í samn­ingnum segir það vera háð sam­þykki íslensku rík­is­stjórn­ar­innar hversu margir menn hafi setu á Íslandi og af hvaða þjóð­erni þeir séu. Það orða­lag bendir til að í upp­hafi hafi jafn­vel verið litið til þess að liðs­menn ann­arra banda­lags­ríkja væru hluti varn­ar­liðs­ins. Jafn­framt hefur löngum verið talið að þessi fyr­ir­vari hafi í eðli sínu byggt á kyn­þátta­for­dómum og verið til þess að tryggja að ekki kæmu hingað varn­ar­liðs­menn sem væru dökkir á hör­und. Má nærri geta að fyr­ir­staðan hafi því ekki ein­göngu verið vegna hern­að­ar­brölts heldur vegna ótta við erlend áhrif á hina litlu ber­skjöld­uðu þjóð.

Vilji íslenskra stjórn­valda stóð til þess að Íslend­ingar tækju að sér varn­irn­ar, en frekar fljótt varð ljóst að varn­ar­þarf­irnar voru umfangs­meiri en svo að Íslend­ingar einir gætu leyst það verk­efni. Eftir að vinstri stjórn tók við völdum árið 1956 fóru fram við­ræður um end­ur­skoðum varn­ar­samn­ings­ins á þá lund að banda­rískt her­lið hyrfi frá land­inu. Þeim var hins vegar fljót­lega hætt, að sögn stjórn­valda, vegna ótryggs ástands í heim­in­um. Þar komu til, auk átaka í Asíu, inn­rás Sov­ét­manna í Ung­verja­land og Súez-­deil­an. Því fékk banda­rískt varn­ar­lið fasta við­veru næstu ára­tugi og þegar mest var dvöldu hér meira en 7000 manns, varn­ar­liðs­menn og fjöl­skyldur þeirra.

Þrí­skipt afstaða Íslend­inga

Íslensk þjóð hefur frá upp­hafi verið býsna klofin í afstöðu sinni gagn­vart veru banda­rísks her­liðs á Íslandi og varn­ar­sam­starf­inu við Banda­rík­in. Til að skýra póli­tískar línur í meg­in­at­riðum þá hafa Sjálf­stæð­is- Fram­sókn­ar- og Alþýðu­flokkur ein­dregið stutt sam­starfið og Sam­fylk­ingin sömu­leiðis eftir að hún kom til. Vinstri­flokkar eins og Sós­í­alista­flokk­ur, Alþýðu­banda­lag og Vinstri græn hafa jafnan verið á móti. En þarna eru líka ýmis grá svæði. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leiddi þannig í tvígang rík­is­stjórn sem hafði að mark­miði upp­sögn varn­ar­samn­ings­ins og Alþýðu­banda­lagið sat í rík­is­stjórnum í þrí­gang sem gerðu ekki ráð fyrir að hrófla við varn­ar­samn­ingn­um. And­stöðu gætti því að ein­hverju marki í öllum flokk­um, en minnst í Sjálf­stæð­is­flokki og Alþýðu­flokki.

Til að skil­greina almenna afstöðu Íslend­inga til þess­ara mála má skipta henni í þrennt og fellur hún að ein­hverju leyti að þessum póli­tísku línum – þó málið sé ögn flókn­ara.

Auglýsing

Í fyrsta hópnum má telja þá sem studdu vest­ræna varn­ar­sam­vinnu en töldu að Íslend­ingar gerðu sitt með því að leggja til land undir varn­ar­starf­sem­ina. Í þessum hópi gætti þess að litið væri á Banda­ríkja­menn sem eins­konar mála­liða sem höfðu tekið að sér varnir lands­ins og að þeir ættu að sinna þeim og láta sem minnst fyrir sér fara að öðru leyti. Í öðrum hópnum má telja þá sem studdu sam­starfið en vildu sjá Íslend­inga leggja meira af mörkum svo þeir væru ekki ein­göngu þiggj­end­ur. Ísland ætti þannig t.d. að leggja sjálf­stætt mat á varn­ar­þörf og rök­ræða við­bún­að­ar­stig og umfang varn­ar­við­bún­að­ar­ins á efn­is­legum for­send­um. Í þeim þriðja voru svo þeir sem voru á móti varn­ar­sam­starfi, hvaða nafni sem það nefnd­ist, hvort sem það var tví­hliða við Banda­ríkin eða á vett­vangi NATO.

Bandarískar orrustuflugvélar á Keflavíkurflugvelli árið 1952 eða 53. Mynd: Wikipedia

Meðal slíkra her­stöðv­ar­and­stæð­inga var mjög algengt við­horf að líta almennt niður á umræður um örygg­is- og varn­ar­mál, hæð­ast að til­raunum íslenskra stjórn­valda til að taka af alvöru þátt í slíku og afgreiða sem byssu- eða stríðs­leiki. Fyrir vikið áttu fyrsti hóp­ur­inn og sá þriðji það sam­eig­in­legt að hafa engan áhuga á upp­bygg­ingu á þekk­ingu og getu inn­an­lands til að greina ógnir og mögu­leg við­brögð.

Efna­hags­legur ábati yfir­skyggði varn­ar­málin

Í upp­hafi, í orði kveðnu í það minnsta, var varn­ar­samn­ingur með við­veru banda­rísks her­liðs rétt­lættur vegna þess ótrygga ástands sem ríkti í heim­inum á sjötta ára­tugn­um. Þegar fram í sótti varð hins vegar efna­hags­legt mik­il­vægi varn­ar­stöðv­ar­innar sífellt fyr­ir­ferð­ar­meira. Í fábrotnu efna­hags­lífi varð her­stöðin og þau umsvif sem henni fylgdu fljótt mik­il­væg stoð á lands­vísu, en sér­stak­lega á Suð­ur­nesjum þar sem þús­undir byggðu afkomu sína á varn­ar­stöð­inni. Varn­ar­stöðin var í reynd eitt stærsta sveit­ar­fé­lag Suð­ur­nesja og umsvif varn­ar­liðs­ins áttu ríkan þátt í upp­bygg­ingu almanna­þjón­ustu eins og veitu­þjón­ustu, á heitu og köldu vatni og frá­rennsli – og sorp­hirðu. Sorp­brennslan á Suð­ur­nesjum er lík­lega ein síð­asta slík fram­kvæmd sem Banda­ríkin tóku veru­legan þátt í hvað varðar kostn­að.

Forsíða Morgunblaðsins, 8. maí 1951.

Strax í upp­hafi skiptu Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur með sér einka­rétti á verk­töku og annarri þjón­ustu við varn­ar­lið­ið. Einka­rétt­ar­fyr­ir­tækin gátu sett upp það verð sem þeim þókn­að­ist án nokk­urrar sam­keppni og varn­ar­liðið var skuld­bundið til að greiða. Ótrú­legt má telja að þetta fyr­ir­komu­lag hafi haldið velli allt fram til árs­ins 2001. Þegar á leið má segja að margir hafi í raun misst sjónar á raun­veru­legum til­gangi varn­ar­sam­starfs­ins og farið að líta á það sem mjólk­urkú í ann­ars ein­hæfu efna­hags­lífi.

Þetta ástand lit­aði mjög afstöðu íslenskra stjórn­mála­manna og þ.a.l. aðkomu stjórn­valda að varn­ar­sam­starf­inu. Umræða um örygg­is- og varn­ar­mál færð­ist enn frekar ofan í skot­graf­irnar og hindr­aði nauð­syn­lega póli­tíska umfjöllun og stefnu­mörkun þar sem byggt væri á mati á ógnum við öryggi – í stað hins efna­hags­lega ábata.

Brott­för varn­ar­liðs­ins frá Kefla­vík

Stra­tegískt mik­il­vægi varn­ar­stöðv­ar­innar var mest í upp­hafi. Varn­ar­skuld­bind­ingar Banda­ríkj­anna gagn­vart ríkjum Evr­ópu voru á þeim tíma orðin tóm ef ekki var hægt að flytja lið og vopn yfir Atl­ants­hafið með skjótum hætti og milli­lend­ingar í Kefla­vík voru mik­il­væg­ar. Um miðjan sjötta ára­tug­inn var t.d. rætt í alvöru um gerð vara­flug­vallar á Rang­ár­völl­um. En með til­komu lang­drægra eld­flauga um 1960 dró strax úr þessu mik­il­vægi.

Þegar Banda­ríkja­menn vildu draga úr umsvifum hér strax árið 1961 og kalla sveit orr­ustuflug­véla til ann­arra verk­efna lögð­ust Íslend­ingar gegn því. Banda­ríkja­menn héldu þó áfram að knýja á um brott­flutn­ing sveit­ar­innar fram eftir sjö­unda ára­tugnum en hættu því eftir að íslensk stjórn­völd hót­uðu að segja upp varn­ar­samn­ingn­um.

Þegar kalda stríðið harðn­aði á ný á níunda ára­tugnum kom enn að auk­inni fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu varn­ar­við­bún­að­ar. Þá voru t.d. rat­sjár­stöðvar reistar á öllum lands­hornum og tengdar með ljós­leið­ara (sem vel að merkja hefur nýst íslensku sam­fé­lagi gríð­ar­lega vel til teng­ing­ar).

Forsíða Morgunblaðsins í apríl 1951, á tveggja ára afmæli NATO.

Eftir lok kalda stríðs­ins var það mat Banda­ríkj­anna að ekki væri þörf fyrir sam­bæri­legan varn­ar­við­búnað hér á landi og verið hafði fram að því. Ára­tuga­gam­alt fyr­ir­komu­lag úthlut­unar allrar þjón­ustu til póli­tískt val­inna fyr­ir­tækja var þeim líka þyrnir í aug­um, enda var þeim ókleift að bjóða út nokk­urt verk eða þjón­ustu á frjálsum mark­aði. Þeir sóttu því líka fast að Ísland tæki þátt í þeim mikla kostn­aði sem fólst í rekstri þess­arar stóru her­stöðv­ar.

Og vissu­lega kall­aði varn­ar­þörf ekki lengur á mik­inn við­búnað í Kefla­vík. Þá hófst loka­þátt­ur­inn í þess­ari löngu sögu, þegar Ísland reyndi með öllum ráðum að halda í starf­semi varn­ar­stöðv­ar­innar og forða of miklum sam­drætti, á sama tíma og Banda­ríkin reyndu að draga saman og spara. Orr­ustu­þot­urnar 16 urðu fljótt tákn­mynd tog­streitu ríkj­anna.

Sterk­ustu rök Íslands fyrir því að ekki væri hægt að hætta við­veru flug­sveit­ar­innar voru þau að þörf væri á að verja loft­rými allra aðild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Að baki lá á hinn bóg­inn sú stað­reynd að færu þot­urnar færi þyrlu­björg­un­ar­sveitin með fjórum þyrlum einnig. Íslend­ingar höfðu um ára­tugi notið gríð­ar­legs öryggis af þjón­ustu björg­un­ar­þyrlu­sveit­ar­innar og lengst af ekki átt neinar þyrlur með sam­bæri­lega getu. Þá myndi brott­för þot­anna og þyrl­anna jafn­framt þýða að umsvif á Kefla­vík­ur­flug­velli drægjust enn frekar sam­an, enda yrðu þá ekki for­sendur fyrir margs­konar stoð­þjón­ustu sem þá var til stað­ar. Banda­ríkja­menn töldu hins vegar – með gildum rökum – engin her­fræði­leg rök fyrir að halda hér úti sveit af orr­ustu­þotum fyrir um 200 millj­ónir doll­ara á ári.

Keflavíkurflugvöllur í ágúst árið 1982. Mynd: NATO

Varn­ar­sigur náð­ist frá íslenskum sjón­ar­hóli árið 1994 þegar kveðið var á um að á Íslandi yrðu á hverjum tíma að lág­marki fjórar orr­ustu­þot­ur. Tals­verð óvissa ríkti samt áfram um fram­tíð flug­sveit­ar­inn­ar, enda sam­komu­lagið frá 1994 tíma­bund­ið.

Eftir árás­irnar á tví­bura­t­urn­ana 2001 breytt­ist hættu­mat Banda­ríkj­anna mjög og varð ljóst að Banda­ríkin sjálf voru í meiri þörf fyrir loft­varnir en Ísland. Afstaða Íslands var hins vegar óbreytt, en rök fyrir henni urðu sífellt vand­fundn­ari eftir því sem tím­inn leið. Banda­ríkja­menn til­kynntu brott­för flug­hers­ins ein­hliða árið 2003 en íslensk stjórn­völd lögðu mikla áherslu á að hér yrðu áfram sýni­legar varn­ir, þ.e. orr­ustu­þot­ur.

Auglýsing

Árið 2004, tveimur árum áður en varn­ar­stöð­inni var lok­að, fund­aði Davíð Odds­son þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra með bæði George Bush Banda­ríkja­for­seta og Colin Powell utan­rík­is­ráð­herra. Eftir þá fundi kvaðst Davíð bjart­sýnn á að varn­ar­liðið yrði áfram hér á landi. Virt­ust íslensk stjórn­völd meta það svo að orð Bush for­seta dygðu ein og sér. Þau dugðu um stund, en íslensk stjórn­völd van­mátu þá miklu hags­muni og sterku rök sem voru fyrir því að draga saman í rekstr­inum í Kefla­vík. Flot­inn fór með yfir­stjórn í Kefla­vík og var jákvæð­ari gagn­vart Íslend­ingum en flug­her­inn, sem taldi meiri þörf fyrir þot­urnar ann­ars staðar en á Íslandi. Með áþekkum hætti var banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið jákvæð­ara gagn­vart Íslend­ingum en varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem horfði á málin út frá hreinum varn­ar­þörf­um.

Í samn­inga­við­ræð­unum sem í hönd fóru ofmátu íslensk stjórn­völd því samn­ings­stöðu sína og lýstu sig ekki til við­ræðu um að mæta kröfum Banda­ríkja­manna. Innan banda­ríska stjórn­kerf­is­ins mynd­að­ist þá sam­staða um að eina leiðin væri sú að loka alfarið á Íslandi. Það kom mjög flatt upp á íslenska ráða­menn þegar Banda­ríkja­menn til­kynntu ein­hliða um brott­för varn­ar­liðs­ins árið 2006. Slík var þá óvissan hjá íslenskum stjórn­völdum og sam­bands­leysið við Banda­ríkin að þau voru lengi í óvissu um hvort varn­ar­liðið yrði allt kallað heim. Varð ekki full­ljóst fyrr en í lok sum­ars 2006 að Banda­ríkja­menn myndu draga allt liðið frá Íslandi í lok sept­em­ber sama ár.

Leyni­samn­ingar – brot á lands­lögum og stjórn­ar­skrá?

Með­ferð stjórn­valda í öllum lýð­ræð­is­ríkjum á örygg­is- og varn­ar­málum er eðli máls sam­kvæmt oft sveipuð ákveð­inni leynd. Meg­in­stefnan er opin­ber, en margt er leyni­legt og slíkt átti við um við­bún­að­inn hér á Íslandi – varn­ar­samn­ing­inn og varn­ar­sam­starf­ið. Ein ástæðan var áreið­an­lega ágrein­ing­ur­inn um sam­starfið og sú til­finn­ing stuðn­ings­flokka þess að öðrum væri ekki treystandi fyrir upp­lýs­ing­um. Þetta er t.d. talin ein skýr­ing þess að utan­rík­is­ráð­herra, sem er í reynd varn­ar­mála­ráð­herra Íslands, hefur aldrei verið úr and­stöðu­flokki eins og VG eða for­vera þess Alþýðu­banda­lag­inu.

Þegar varn­ar­samn­ing­ur­inn var kynntur árið 1951 var gengið óform­lega úr skugga um að form­legur þing­meiri­hluti væri fyrir sam­þykki á Alþingi. Samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður með leynd og þjóð­inni til­kynnt um það sama dag og fyrstu varn­ar­liðs­menn­irnir lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli tveimur dögum síð­ar. Síðar kom í ljós að á bak við hinn frekar ein­falda og skýra samn­ing, þar sem fullt jafn­ræði var með ríkj­un­um, voru gerðir leyni­samn­ingar sem færðu Banda­ríkja­mönnum rík­ari heim­ildir en þær sem til­teknar voru í samn­ingn­um.

Bandaríski herinn kom upp fjórum ratsjárstöðvum á Íslandi. Ein þeirra er á Gunnólfsvíkurfjalli. Mynd: Landhelgisgæslan

Því hefur verið haldið fram að við­auk­arnir hafi gengið gegn 21. grein stjórn­ar­skrár­innar og íslenskum lög­um. Einnig má rök­styðja að þeir hafi rýrt samn­ings­stöðu Íslend­inga þegar end­ur­semja þurfti vegna brott­farar Varn­ar­liðs­ins árið 2006. Með leyni­við­auk­unum sömdu íslensk stjórn­völd til dæmis um heim­ildir Banda­ríkja­manna til að taka yfir stjórn almennrar flug­starf­semi, um að Íslend­ingar myndu ekki nýta sér for­rétt til lög­sögu nema í sér­stökum til­vikum og að Banda­ríkja­mönnum væri ekki skylt að skilja við varn­ar­svæðin í sama ástandi og þeir tóku við þeim.

Það er athygl­is­vert að sam­komu­lag um við­auka við varn­ar­samn­ing­inn sem gert var við Banda­ríkja­menn árið 2006 vekur líka spurn­ingar um sam­rým­an­leika við íslensk lög og stjórn­ar­skrá. Má þar nefna ákvæði um tak­mörkun á refsi­lög­sögu íslenska rík­is­ins auk þess sem Banda­ríkja­mönnum er veitt vald til að taka yfir stjórn borg­ara­legrar flug­starf­semi þegar hern­að­ar­legar aðstæður krefj­ast þess. Er mat á því hvenær slíkt sé fyrir hendi alfarið Banda­ríkja­manna, þrátt fyrir að um samn­ing milli tveggja full­valda ríkja sé að ræða.

Óljós mark­mið Íslend­inga hafa skaðað varn­ar­sam­starfið

Sú stefnu­lausa og óskýra afstaða Íslend­inga til varn­ar­sam­starfs­ins við Banda­rík­in, sem fyrr var vikið að, hefur verið óheppi­leg. Ekki vegna þess að Íslend­ingar geti ekki komið sér saman um að hafa hér her­lið og taka þátt í varn­ar­banda­lagi byggt á her­vörnum – þar eru ólík sjón­ar­mið full­kom­lega eðli­leg. Vanda­málið er að þær for­sendur sem afstaðan byggir á eru oftar enn ekki eitt­hvað annað en hug­mynda­fræði­leg sjón­ar­mið eða fag­legur örygg­is­fræði­legur grunn­ur. Vegna þessa ástands töldu t.d. ein­dregnir stuðn­ings­menn varn­ar­sam­starfs­ins sig í raun hafa einka­rétt á umfjöllun og með­höndlun mála­flokks­ins – „óá­byrgir“ vinstri­menn væru í raun ekki hæfir til þess. Hinir „óá­byrgu“ vinstri­menn skil­uðu svo lengst af auðu í efn­is­legri umræðu um varn­ar­þarfir og örygg­is­mál og hlógu umræður um slíkt út af borð­inu.

Banda­ríkja­menn hafa jafnan litið á Íslend­inga sem tryggan banda­mann en Íslend­ingar komu á stundum fram sem for­dekrað ung­menni sem hefur búið of lengi í góðu yfir­læti í for­eldra­hús­um. Fjölda­mörg dæmi eru um að íslensk stjórn­völd hafi spennt bog­ann til hins ítrasta í samn­ingum við Banda­ríkin og lengst af gekk það upp því hags­munir Banda­ríkj­anna af til­vist varn­ar­stöðv­ar­innar voru það mikl­ir. Lengi var því gengið út frá því sem vísu að Banda­ríkja­menn myndu taka ákvarð­anir til hags­bóta fyrir Íslend­inga á grunni ein­hvers­konar sér­staks sam­bands, sem reynd­ist á end­anum ímynd­un. Öll ríki taka ákvarð­anir á grund­velli hags­muna og þar eru Banda­ríkin sann­ar­lega engin und­an­tekn­ing.

Allt þetta hefur valdið því að umræða og fag­legt mat á örygg­is­fræði­legum for­sendum sat lengi á hak­an­um. Það kom í veg fyrir að hér byggð­ist upp grunnur þekk­ingar fyrir póli­tíska stefnu­mótun í örygg­is- og varn­ar­málum Íslend­inga. Með breyttri stöðu í kjöl­far brott­farar varn­ar­liðs­ins 2006 var Íslandi þó nauð­ugur sá kostur að taka til hend­inni í inn­lendri stefnu­mörkun varn­ar­mála og gagn­vart Atl­ants­hafs­banda­lag­inu.

Strax árið 2007 var á vett­vangi NATO samið um reglu­bundna loft­rým­is­gæslu. Við Banda­ríkin var samið um yfir­töku rekst­urs Rat­sjár­stofn­un­ar, sam­þykkt sér­stök Varn­ar­mála­lög og með þeim sett á lagg­irnar sér­stök Varn­ar­mála­stofn­un. Hug­myndin að baki stofnun hennar var einmitt að gera umsýslu örygg­is- og varn­ar­mála fag­legri og forða þeim frá því að verða póli­tískt bit­bein. Stofn­unin varð þó skamm­líf og var lögð niður í póli­tískum hrossa­kaupum vinstri stjórn­ar­innar eftir banka­hrunið að kröfu Vinstri grænna. Þar birt­ist enn sú afstaða íslenskra her­stöðvaand­stæð­inga að líta niður á efn­is­lega umræðu og fag­lega stefnu­mörkun á sviði örygg­is- og varn­ar­mála. Varn­ar­mála­stofnun var því í reynd fórnað fyrir stuðn­ing VG við aðild­ar­um­sókn að ESB.

Auglýsing

Hér er rétt að taka fram að sam­þykkt fyrstu þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unnar fyrir Ísland á Alþingi 2016 hefur haft veru­leg áhrif til bóta í hinu póli­tíska lands­lagi og veitt rými til mun fag­legri nálg­unar á örygg­is- og varn­ar­mál. Hvort það rými hefur verið nægi­lega vel nýtt er annað mál. Þjóðar­ör­ygg­is­stefnan hefur að auki gefið flokki eins og Vinstri grænum ákveðna flótta­leið frá yfir­lýstri stefnu um „Ís­land úr NATO“. Án þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unnar er vand­séð hvernig VG hefði getað rétt­lætt að leiða rík­is­stjórn sem styður í orði og á borði aðild­ina að NATO, aukin umsvif þess – og Banda­ríkj­anna sér­stak­lega – á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þarf að end­ur­skoða varn­ar­samn­ing­inn?

Síðan varn­ar­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður fyrir 70 árum hafa orðið miklar breyt­ingar í heim­inum sem kallað hafa á nýja nálgun í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Nú steðja að ógnir þar sem hefð­bundnar her­varnir koma að tak­mörk­uðu gagni, fjöl­þátta- og sam­fé­lags­legar ógnir sem varða umhverfi, efna­hag, inter­net ofl. Að sama skapi er Ísland nú efnað nútíma­legt ríki sem er gjör­ó­líkt því unga og van­þró­aða sem gekk til samn­inga við Banda­ríkin á sínum tíma. Því kunna margir að spyrja hvort ekki sé kom­inn tími til að fram fari heild­ar­end­ur­skoðun á varn­ar­samn­ingnum til að mæta þessum nýja raun­veru­leika.

Þarna þarf að hafa í huga að sam­hliða varn­ar­samn­ingnum er Ísland í NATO og þar hefur mikil þróun átt sér stað í sam­ræmi við áður­nefndar breyt­ingar á örygg­is­mál­um. NATO er vissu­lega undir for­ystu Banda­ríkja­manna, en hefur skýran stofn­ana­legan ramma – nokkuð sem ætíð er smá­ríkjum eins og Íslandi í hag. Þar er því rými og eft­ir­spurn eftir rödd hins her­lausa Íslands sem kemur nú að NATO sam­starf­inu með mun virk­ari hætti en áður þegar nán­ast alfarið var haldið í hönd­ina á Banda­ríkj­un­um. Auk þess sem ný skref hafa verið tekin í átt til nán­ara örygg­is­mála­sam­starfs Norð­ur­land­anna og nú nýverið með þátt­töku í sam­starfi með Bret­um.

Bandarískar herþotur í loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Mynd: Landhelgisgæslan

Þegar Banda­ríkja­menn lögðu niður starf­semi á Kefla­vík­ur­flug­velli árið 2006 var gert sam­komu­lag í átta tölu­settum liðum til að treysta sam­eig­in­legar skuld­bind­ingar land­anna tveggja varð­andi fram­kvæmd varn­ar­samn­ings­ins frá 1951. Sam­komu­lagið lýtur einnig að fyr­ir­komu­lagi vegna varn­ar­mann­virkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins á Íslandi og atriðum sem rúm­ast innan ramma varn­ar­mála­sam­starfs ríkj­anna. Sam­kvæmt svörum frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu má almennt segja að útfærsla flestra þess­ara atriða hafi orðið eins að var stefnt. Þetta sam­komu­lag var síðan upp­fært árið 2016 í ljósi þeirra breyt­inga sem hafa átt sér stað og nefndar hafa ver­ið.

Þó finna megi ann­marka á hinum sjö­tíu ára gamla samn­ingi, við til­urð hans og leyni­við­bætur sem kunna að orka tví­mæl­is, verður að hafa eitt í huga: Banda­ríkja­menn gerðu varn­ar­samn­ing­inn í krafti laga um stríðs­yf­ir­lýs­ingu við Þýska­land sem gaf Banda­ríkja­for­seta mjög rúmar heim­ildir þings­ins til þess sem þurfa þótti – þar á meðal til þess konar samn­ings við Ísland sem ólík­lega feng­ist frá Banda­ríkja­þingi í dag. Í hinum gamla samn­ingi, með nauð­syn­legum upp­færslum og við­bót­um, kann því að fel­ast ávinn­ingur fyrir Ísland til lengri tíma lit­ið.

Aukin við­vera Banda­ríkja­manna – hvað getum við lært?

Vegna auk­inna umsvifa Rússa á haf­svæðum norður og austur af Íslandi, m.a. auk­innar umferðar kaf­báta, hafa Banda­ríkja­menn talið ástæðu til að efla starf­semi á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þeir tóku nýverið í notkun nýja gerð kaf­báta­leit­ar­véla og hefur aðstaða á örygg­is­svæð­inu sem þar var haldið eftir verið upp­færð til að þær geti athafnað sig. Und­an­d­an­farið hefur starf­semi Banda­ríkja­manna á Kefla­vík­ur­flug­velli því auk­ist umtals­vert og má segja að þeir hafi þar í reynd nán­ast orðið fasta við­veru.

Hvort þar verði aukn­ing á er ekki hægt að segja með vissu. Hins vegar er mik­il­vægt að Íslend­ingar læri af þeim mis­tökum sem gerð voru í sam­skiptum við Banda­ríkja­menn eins og rakið hefur verið hér að fram­an. Ef þar hefði verið byggt á raun­sæju inn­lendu áhættu­mati og ein­blínt á það sem máli skipti hefðu Íslend­ingar tryggt örygg­is­hags­muni sína mun bet­ur. Með óraun­hæfum kröfum mál­uðu Íslend­ingar sig út í horn og gáfu Banda­ríkja­mönn­um, sem höfðu litlar áhyggjur af öryggi á N-Atl­ants­hafi þá stund­ina, í raun kost á að láta sig hverfa á eigin for­sendum án til­lits til lang­tíma­hags­muna Íslands.

Sá lær­dómur sem draga má af sög­unni er hversu mik­il­vægt er að treysta og efla hinn fag­lega grunn undir stefnu­mörkun í örygg­is- og varn­ar­málum og koma fram í tví­hliða sam­starfi af heil­indum og setja fram afstöðu á efn­is­legum og fag­legum for­send­um. Hvað sem öðru líður er áfram­hald­andi verk­efni stjórn­valda að vinna að upp­bygg­ingu fag­legrar þekk­ingar og umsýslu örygg­is- og varn­ar­mála innan íslenskrar stjórn­sýslu. Þrátt fyrir að breyt­ingar á fram­kvæmd þeirra í kjöl­far hruns­ins hafi byggt, eins og áður seg­ir, á póli­tískum hrossa­kaupum hefur hún virst nokkuð stöðug og far­sæl með póli­tíska ábyrgð í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu og fram­kvæmd­ina fyrst og fremst hjá Land­helg­is­gæsl­unni.

Auglýsing

Það fyr­ir­komu­lag er þó ekki óum­deilt, eða endi­lega heppi­legt, eins og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, komst að orði í ræðu sinni 17. jan­úar 2008 er hún mælti fyrir nýjum varn­ar­mála­lögum á Alþingi:

„Af virð­ingu fyrir réttar­ör­yggi borg­ar­anna ber ekki að blanda saman borg­ara­legum verk­efnum og störfum að land­vörnum og er það sjón­ar­mið við­ur­kennt hvar­vetna í okkar heims­hluta og þeim stjórn­völdum sem fara með lög­gæslu og inn­an­rík­is­mál­efni eru ekki falin verk­efni er lúta að gæslu ytra öryggis ríkja. Með skýrum aðskiln­aði er lýð­ræð­is­legt eft­ir­lit með þess­ari starf­semi auð­veldað og nauð­syn­legt gagn­sæi tryggt í fram­kvæmd varn­ar­tengdra verk­efna.“

Með þetta í huga má halda upp á 70 ára afmæli varn­ar­samn­ings­ins og að mestu far­sælt varn­ar­sam­starf Íslands og Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar