Tveir menn lentu í snjóflóði undir Skessuhorni

Björgunarsveitir og lögregla við Skessuhorn.
Björgunarsveitir og lögregla við Skessuhorn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn á ferð undir Skessuhorni í Borgarfirði lentu í snjóflóði á fjórða tímanum í dag. Þeir komust sjálfir úr flóðinu og gátu hringt á aðstoð. Lentu mennirnir á þannig stað að þeir þurfa aðstoð til að komast í burtu. Í kjölfarið voru björgunarsveitir úr Borgarfirði og Akranesi kallaðar út, auk þess sem björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og hundar voru kölluð út til öryggis. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Mennirnir sögðu sjálfir að þeir væru óslasaðir en þyrftu aðstoð til að komast í burtu. Björgunarsveitarfólk er nú á leið að staðnum þar sem mennirnir eru, en það er í gili fyrir ofan bæinn Horn undir hlíðum Skessuhorns.

Skorradalsvatn og Skessuhorn.
Skorradalsvatn og Skessuhorn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert