Knapar urðu fyrir líkamsárás

Sam Ewing við keppni á Cheltenham-hátíðinni um þarsíðustu helgi.
Sam Ewing við keppni á Cheltenham-hátíðinni um þarsíðustu helgi. AFP/Ben Stansall

Tveir af fremstu knöpum Írlands, Sam Ewing og Jack Kennedy, urðu fyrir líkamsárás í smábænum Naas í heimalandinu í síðustu viku.

Ewing og Kennedy voru að skemmta sér aðfaranótt mánudagsins 18. mars eftir að hafa unnið góða sigra á Cheltenham-hátíðinni á Englandi þá helgi.

Irish Mirror greindi fyrst frá því að ráðist hefði verið á þá í kjölfar þess að Ewing þekktist á gangi í Naas í Kildare-sýslu.

Jack Kennedy við keppni á Cheltenham-hátíðinni.
Jack Kennedy við keppni á Cheltenham-hátíðinni. AFP/Ben Stansall

Var þeim veitt hnefahögg og sparkað í þá.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Írlandi segir að tveir karlmenn á þrítugsaldri hafi meiðst í árásinni. Enginn hefur enn verið handtekinn og stendur rannsókn yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert