Býst við að hann sakni Íslands og fjölskyldunnar

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Uppsögn Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem þjálfara karlaliðs Haugesund í knattspyrnu virðist hafa komið öllum í Noregi í opna skjöldu.

Félagið tilkynnti í morgun að Óskar hefði í gær óskað eftir því að vera leystur frá störfum en hann tók við liðinu í byrjun desember og hafði aðeins stýrt því í sjö mótsleikjum á nýhöfnu keppnistímabili.

„Það er of snemmt að fullyrða eitthvað um ástæðurnar en á þessari stundu geri ég helst ráð fyrir að það tengist því að hann sakni Íslands og fjölskyldunnar. Hann viðurkenndi í viðtali fyrir tímabilið að þetta hefði reynst erfiðara en hann bjóst við,“ segir Terje Flateby, íþróttaritstjóri Haugesunds Avis.

„Þegar þú kemur heim og enginn er heima, þá heldurðu bara áfram í vinnunni. Það verður einhæft til lengdar, þetta sagði hann áður en tímabilið hófst,“ segir Flateby í samtali við VG.

Mbl.is hefur reynt að ná tali af Óskari en án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert