Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 21. júlí 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Höttur/Huginn og KFG unnu góða sigra - KF lagði Ægi
Jón Arnar Barðdal skoraði áttunda deildarmark sitt í sigri KFG
Jón Arnar Barðdal skoraði áttunda deildarmark sitt í sigri KFG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur/Huginn vann Þrótt V.
Höttur/Huginn vann Þrótt V.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Höttur/Huginn og KFG skoruðu bæði fjögur mörk í góðum sigrum í 2. deild karla í dag.

KFG heimsótti Hauka á BIRTU-völlinn á Ásvöllum og náði þar í góðan 4-0 sigur.

Dagur Orri Garðarsson skoraði úr vítaspyrnu á 7. mínútu og kom Bjarki Hauksson gestunum í tveggja marka forystu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Jón Arnar Barðdal gerði áttunda mark sitt í deildini á 57. mínútu áður en Helgi Snær Agnarsson setti punktinn yfir i-ið sex mínútum síðar með góðu marki. KFG er í 8. sæti með 15 stig, tveimur frá Haukum sem eru í 7. sæti.

Þorsteinn Már Þorvaldsson og Sævar Þór Fylkisson skoruðu tvö mörk með tveggja mínútna millibili er KF lagði Ægi að velli, 2-0, á Ólafsfjarðarvelli.

KF að ná í þriðja sigur sinn í deildinni en liðið er í næst neðsta sæti með 11 stig á meðan Ægir er með 15 stig í 9. sæti.

Höttur/Huginn vann auðveldan 4-1 sigur á Þrótti V. á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum.

Danilo Milenkovic gerði tvö mörk og þá skoruðu þeir Martim Cardoso og Heiðar Logi Jónsson sitt hvort markið. Eina mark Þróttara var sjálfsmark frá Ívari Arnbro Þórhallssyni á 86. mínútu leiksins.

Höttur er í 6. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Þrótti sem er í fimmta sætinu.

KF 2 - 0 Ægir
1-0 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('30 )
2-0 Sævar Þór Fylkisson ('32 )

Höttur/Huginn 4 - 1 Þróttur V.
1-0 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('9 )
2-0 Danilo Milenkovic ('26 )
3-0 Danilo Milenkovic ('56 )
3-1 Ívar Arnbro Þórhallsson ('86 , Sjálfsmark)
4-1 Heiðar Logi Jónsson ('90 )

Haukar 0 - 4 KFG
0-1 Dagur Orri Garðarsson ('7 , Mark úr víti)
0-2 Bjarki Hauksson ('41 )
0-3 Jón Arnar Barðdal ('57 )
0-4 Helgi Snær Agnarsson ('63 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner
banner