Kynbundið ofbeldi, skrímslavæðing, þjóðsögur og sagnir

Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar um kynferðisofbeldi í íslenskum þjóðsögnum í ljósi umræðunnar síðustu daga.

Auglýsing

Önnur bylgja er hafin af #metoo og átak­an­legum frá­sögnum kvenna af því ofbeldi sem þær hafa upp­lifað rignir inn á sam­fé­lags­miðla. Eftir síð­ustu bylgju er ekki laust við von­brigði yfir því að við séum ekki komin lengra með bráð­nauð­syn­lega hug­ar­fars­breyt­ingu. Við­horfin sem þarf að upp­ræta eru gömul og rót­gróin í sam­fé­lag­in­u. 

Í íslenskum þjóð­sögum er allt mor­andi í sögnum sem segja á einn eða annan hátt frá ofbeldi. Aðeins erf­ið­ara er að finna sagnir sem snúa að kyn­bundnu ofbeldi, heim­il­is- og kyn­ferð­is­of­beldi, þó þær séu vissu­lega til stað­ar. Þjóð­sög­unum sem finn­ast í íslenskum þjóð­sagna­söfnum var að stórum hluta safnað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. ald­ar. Þeim var lang­flestum safnað af körlum, fyrir utan hið stór­merki­lega safn Torf­hildar Þ. Hólm, og líka gefnar út af körl­um. Þjóð­sögur eru auð­vitað ekki sagn­fræði­legar heim­ild­ir, en í þeim má finna vís­bend­ingar um heims­mynd og gildi sam­fé­lags­ins sem þær til­heyrðu. Það er óhugn­an­legt að lesa sagn­irnar sem inni­halda heim­il­is- og kyn­ferð­is­of­beldi, en þær eru í eðli sínu ólík­ar, þar sem heim­il­is­of­beldið er oft­ast sam­þykkt og við­ur­kennd leið fyrir karla til að ala upp óþekkar eig­in­konur sínar eða dæt­ur. Hér langar mig aðeins að beina sjónum mínum að kyn­ferðisof­beldi í þjóð­sög­um.

Kyn­ferð­is­of­beldi í þjóð­sögum

„Það var einu sinni ríkur bóndi á kirkju­stað sem var með margt vinnu­fólk meðal hvurra var einn vinnu­maður sem hafði hug á einni vinnu­kon­unni og vildi fá hana, en hún vildi hann ekki. Þá leit­aði hann upp á annan máta við hana að fá að sofa hjá henni, en hún neit­aði því þver­lega. Þá lof­aði hann að hann skyldi kom­ast yfir hana dauður fyrst hann fengi það ekki lif­and­i.“

Auglýsing
Í sögn­inni, sem er í þjóð­sagna­safni Jóns Árna­son­ar, deyr svo vinnu­maður stuttu seinna. Hann stendur við hót­anir sínar og eina nótt­ina kemur hann til baka sem draugur og nauðgar vinnu­kon­unni meðan hún sef­ur. Bóndi rekst svo á draug­inn þegar hann er á leið aftur í gröf­ina eftir að hafa „náð fram vilja sín­um“. Bónd­inn spyr draug­inn hvort heim­sókn hans muni hafa ein­hverjar afleið­ingar og draug­ur­inn svarar að konan verði ófrísk og barnið verði ill­gjarnt og hættu­legt. Það er ljóst að ofbeldið gagn­vart kon­unni er ekki séð sem áhyggju­efni eitt og sér. 

Þessi saga er til í mörgum útgáf­um. Það er aug­ljóst af þeim (og raunar fleiri gerðum þjóð­sagna) að konur hafa yfir­leitt ekk­ert vald til þess að segja nei. Þegar þær gera það, hefn­ist þeim fyr­ir. Þær eru neyddar í hjóna­band, drepnar eða þeim nauðg­að. Sagnir þar sem draugar nauðga konum fjalla samt yfir­leitt alls ekki um ofbeldi, það er auka­at­riði í sög­unni og kon­urnar leika í raun auka­hlut­verk líka. Þetta eru í grunn­inn hetju­sögur um bændur og presta sem bjarga mál­unum þegar þeir bjarga sveit­inni löngu seinna frá barni draugs­ins. 

Und­an­tekn­ing er á þessu í sögn af þess­ari gerð í safn­inu hennar Torf­hildar Hólm, en þar segir frá eldri konu sem kemur á bæ og hittir unga konu sem er mjög nið­ur­dreg­in. Unga konan treystir þeirri eldri fyrir því að maður sem hafði hótað að kom­ast yfir hana þegar hann væri dauður hefði svipt sig lífi og nú ótt­að­ist hún að hann myndi koma. Eldri konan segir henni að hafa ekki áhyggjur og sefur svo fyrir framan rúm þeirrar yngri. Þegar draug­ur­inn kemur hrekur hún hann í burt vopnuð hnífi. Kona bjargar konu frá ofbeld­i. 

Það er líka mik­il­vægt að nefna að flestar sagnir af kyn­bundnu ofbeldi segja frá bænda- og prests­dætrum sem beittar eru ofbeldi, en ekki vinnu­kon­um. Stétt og sam­fé­lags­staða er því eitt­hvað sem þarf líka alltaf að hafa í huga þegar ofbeldi er skoð­að. Sögur sem segja frá brotum gegn konum af hærri stéttum hafa frekar þótt í frá­sögur fær­andi.

Skrímsla­væð­ingin

Það sem er áhuga­vert í sam­hengi við umræð­una núna, er að í þjóð­sög­unum er yfir­leitt ekki fjallað um „venju­lega menn“ sem nauðga konum eða beita þær kyn­ferð­is­of­beldi. Ger­end­urnir eru yfir­leitt yfir­nátt­úru­leg­ir. Ein­hverjir sem koma að utan, en ekki menn sem búa á bænum eða í sam­fé­lag­inu. Ég veit ekki hvort að skrímsla­væð­ingin gæti verið bók­staf­legri.

Auð­vitað fjalla þjóð­sög­urnar oft um yfir­nátt­úru­leg efni, en eins og þjóð­fræð­ingar hafa bent á eru yfir­nátt­úru­leg fyr­ir­bæri í sögnum oft notuð til að ræða um átök og áföll til að gera þau auð­veld­ari að glíma við. Þetta gæti svo sann­ar­lega átt við í við­kvæmu efni eins og kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Að tala um yfir­nátt­úru­lega menn sem nauð­gara er leið til að tala um raun­veru­leg áhyggju­efni án þess að þurfa að nefna ofbeld­is­mann­inn. Eins og við vitum er það ekki auð­velt. Ofbeldið í sögn­unum fer fram á heim­ili kvenn­anna, meðan þær sofa. Þær eru aldrei örugg­ar. Þrátt fyrir það gera þessar sagnir lítið úr ofbeld­inu. Sagn­irnar gætu samt hafa und­ir­strikað fyrir konum að þær væru ekki einar um reynslu sína og ótta og gefið þeim tæki­færi til að ræða erfið mál­efni.

Það er mik­il­vægt að skoða gam­alt efni, eins og þjóð­sög­urn­ar, út frá nýjum hug­mynd­um. Það gæti varpað ein­hverju ljósi á hversu ótrú­lega rót­grónar hug­myndir og við­horf, til að mynda um hlut­verk og stöðu kynj­anna og ofbeldi, geta ver­ið. Það þýðir að það erfitt að breyta þeim, en það er engu að síður hægt. Það eru ekki bara ókunn­ugir, draugar og skrímsli, sem nauðga kon­um. 

Við verðum að gera bet­ur. Konur eiga bæði fullan rétt á að segja nei og segja frá. Við verðum að hlusta á þolendur ofbeldis og trúa þeim.  

Höf­undur er dokt­or­snemi í þjóð­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar